Umsögn um stjórnskipunarlög

Alda sendi inn neðangreinda umsögn við frumvarp til stjórnskipunarlaga, 415. máls. Alda ítrekar fyrri umsagnir og meðfylgjandi ályktanir félagsins vegna stjórnarskrármálsins. Tillögur til stjórnlagaráðs Lýðræðisfélagið hefur sent inn eftirfarandi tillögur til stjórnlagaráðs. Hverri tillögu fylgir greinargerð og fordæmi ef finnst. Tillögurnar eru tólf talsins og snúa að ákvæðum um forseta, kosningakerfi, dómendur, borgaraþing, fyrirtæki, stjórnlagaþing, þjóðaratkvæðagreiðslur,…

Lesa meira

Fundur í sjálfbærnihópi

Boðað er til fundar í málefnahópi um sjálfbærni fimmtudaginn 29. nóvember kl. 20. Fundurinn verður haldinn í Grasrótarmiðstöðinni, Brautarholti 4. Á fundinum verður fyrst og fremst rætt um stefnu fyrir stjórnmálaflokka um sjálfbærni í umhverfismálum (sjá drög að neðan). Umræðan um umhverfismál í aðdraganda komandi kosninga þarf að vera um aðalatriði en ekki aukaatriði. Því…

Lesa meira

Fundargerð: Málefnahópur um alvöru lýðræði 19. nóvember 2012

Fundur í málefnahóp um alvöru lýðræði 19. nóv. 2012 kl. 20:00 í Grasrótarmiðstöðinni, Brautarholti 4 Mætt: Guðmundur D., Guðni Karl, Hulda Björg, Einar Gunnarsson, Kristinn Már (fundarstjóri), Björn (fundarritari), Birgir Smári, Þórarinn Allir fundarmenn kynntu sig örstutt. Kristinn Már útskýrði fundavenjur Öldu fyrir nýjum félagsmönnum. 1. Aðgerðahópar málefnahóps a. Real Democracy Now! Vefsíða þar sem…

Lesa meira

Þátttökufjárhagsáætlunargerð í Kópavogi

Það eru tíðindi úr Kópavogi en þar samþykkti bæjarráð einróma tillögu Ólafs Þórs Gunnarssonar: „að fela fjármálastjóra að meta kosti þess og galla að bærinn taki upp í einhverjum mæli til reynslu s.k. þátttökufjárlagagerð (e. Participatory budgeting).” Í greinargerð er vísað til reynslu Porto Alegre og nýlegrar reynslu í New York. Skemmst að minnast þess…

Lesa meira

Fundur: Alvöru lýðræði

Boðað er til fundar í málefnahópi um Alvöru lýðræði á sviði stjórnmálannna mánudaginn 19. nóvember kl. 20. Fundurinn verður haldinn í Grasrótarmiðstöðinni, Brautarholti 4. Á fundinum verður farið yfir verkefni hópsins og aðgerðahópa hans. Nóg er af verkefnum og eru félagsmenn hvattir til þess að leggja hönd á plóg (sjá yfirlit yfir aðgerðahópa að neðan).…

Lesa meira

Lýðræðisráðstefna 10. nóvember – Alda verður með

Þann 10. nóvember næstkomandi verður ráðstefna um lýðræði með þátttöku Öldu. Meðal efnis verða fyrirlestrar um þátttökufjárhagsáætlunargerð í New York. Til að fjalla um þátttökulýðræði koma hingað á vegum Öldu tvær konur frá New York borg sem hafa reynslu af því. Þær heita Melissa Mark-Viverito, borgarfulltrúi í NYC, og Donata Secondo frá The Particapatory Budgeting Project.…

Lesa meira

Fundargerð – Lýðræðislegt menntakerfi 9. október

Fundur var settur kl 20:36 Fundinn sátu: Birgir Smári, Hjalti Hrafn, Ingimar Waage og Ármann Halldórsson. Fundargerð ritaði: Birgir Smári Ársælsson Fundarsetningu var frestað um stund því nokkrir nemar í arkítekt gáfu sig á tal við okkur um efnahagsástandið á Íslandi. Fundurinn hófst á smá umræðu um nýliðna menntakviku og því næst kynnti Hjalti starfið…

Lesa meira

Starfið í vetur – fundargerð

Opinn fundur um starfið í vetur. Mættir voru. Guðmundur D. Haraldsson, Ásta Hafberg, Hulda Björg Sigurðardóttir, Sólveig Alda Tryggvadóttir, Hjalti Hrafn Hafþórsson, Sibeso Sveinsson, Þórarinn Einarsson og Kristinn Már (sem ritaði fundargerð). Farið var yfir hugmyndir að verkefnum sem hafa verið í vinnslu eða á teikniborðinu. Rædd var sú hugmynd um að málefnahóparnir þrír, um…

Lesa meira

Umsögn um 10. mál – fjármál stjórnmálaflokka

Í frumvarpinu eru að meginstefnu til tvö atriði sem félagið tekur efnislega afstöðu til: Að stjórnmálasamtökum verði meinað að þiggja styrki frá lögaðilum (fyrirtækjum). Að styrkir til stjórnmálaflokka séu jafnaðir og skilyrtir við tiltekna starfsemi. Alda tekur undir og styður þær tillögur sem koma fram í frumvarpinu hvað varðar að banna stjórnmálaflokkum að taka við…

Lesa meira

Lýðræðisvæðing Orkuveitu Reykjavíkur

Alda fagnar nýútkominni skýrslu um rekstur Orkuveitu Reykjavíkur. Þar kemur fram að ábyrgð stjórnenda hafi verið óljós og að stjórnin hafi staðið í deilum en ekki leitað bestu niðurstöðu. Reksturinn var ósjálfbær og slæmar ákvarðanir teknar. Ljóst má vera af skýrslunni að stjórnendur hafi ekki haft hagsmuni eigenda OR, almennings, að leiðarljósi. Alda telur rétt að OR verði lýðræðisvædd.…

Lesa meira