Stjórn Lýðræðisfélagsins Öldu telur stjórnmálamenn hafi ekki tekið alvarlega vantraustið sem skapaðist milli þeirra og kjósenda í kjölfar hrunsins. Alda telur rétt að stjórnmálamenn sem uppvísir voru að því að eiga reikninga í skattaskjóli víki. Endurskoða þarf upplýsingalög, fyrirkomulag opinberra rannsókna, og lög um skattaundanskot. Tryggja þarf aðkomu almennings að þessum verkefnum.
Lesa meiraHætt skal við fyrirhugaðan niðurskurð og fjöldauppsagnir dregnar til baka. Tryggja þarf sjálfstæði Ríkisútvarpsins og jafnframt skapa sátt og traust innan stofnunar sem utan. Lýðræðisvæða skal stofnunina, eitt atkvæði á starfsmann, til að draga úr miðstýringu og áhrifum stjórnmálamanna. Allar stærri breytingar á rekstri og lögum um Ríkisútvarpið skulu aðeins gerðar með aðkomu almennings, s.s.…
Lesa meiraÁlyktun samþykkt á stjórnarfundi Öldu, 2. október 2012. Í ljósi umræðu um stofnun Þjóðhagsstofnunar (http://www.althingi.is/altext/138/s/1537.html) er ástæða til að koma eftirfarandi á framfæri: Alda telur nauðsynlegt að hugað verði að fleiri þáttum en efnahagslegum hjá fyrirhugaðri Þjóðhagsstofnun. Á undanförnum áratugum hefur í alltof miklum mæli verið einblínt á mælikvarða hagfræðinnar þegar hugað er að hag,…
Lesa meiraÁlyktun samþykkt á stjórnarfundi Öldu, 2. október 2012: Samkvæmt útreikningum New Economic Foundation í Bretlandi eru nú 50 mánuðir þar til styrkleiki gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti Jarðar fer yfir þau mörk þannig að ólíklegt sé að hægt verði að koma í veg fyrir veruleg áhrif loftslagsbreytinga. Takist ekki að draga verulega úr losun fyrir þann tíma…
Lesa meiraUndanfarið hefur farið fram nokkur umræða um lýðræðislegar skyldur fjölmiðla í tengslum við forsetakosningarnar. Alda minnir á að ekki hafi farið fram endurskoðun og umbætur á fjölmiðlum hérlendis í kjölfar hrunsins þrátt fyrir að t.d. fjölmiðlafræðingar og höfundar rannsóknarskýrslu Alþingis hafi bent á að þeir hafi brugðist skyldum sínum. Því er mikilvægt að fjölmiðlar verði…
Lesa meiraAlda – félag um sjálfbærni og lýðræði telur fullreynt að Alþingi og stjórnmálaelítan leiði stjórnarskrármálið til lykta. Allt frá því að krafa búsáhaldabyltingarinnar um nýja stjórnarskrá sem gerð yrði af fólkinu í landinu var tekin upp á Alþingi hefur málið einkennst af klúðri, deilum og vísvitandi aðgerðum til þess að eyðileggja ferlið. Ljóst er að…
Lesa meiraAlda hvetur Alþingi til þess að leggja tillögur Stjórnlagaráðs í dóm almennings, sem vert er að minna á að er æðsti valdhafi landsins, með þeim hætti að kjósendur geti sagt hug sinn um hvert ákvæði fyrir sig. Alþingi gangi að þeirri kosningu lokinni frá þeim ákvæðum sem hlutu náð almennings með þeim hætti að staðfesta…
Lesa meiraLýðræðisfélagið Alda telur mjög brýnt að stjórnlagaþing verði haldið og að það verði skipað fulltrúum almennings. Undanfarna áratugi hafa menn reynt ýmsar nýjar leiðir til þess að auka lýðræði. Meðal þeirra má nefna persónukjör og borgarþing eins og stjórnlagaþingið er dæmi um. Lýðræðisfélagið fagnar því að hér séu loksins tekin skref í átt að auknu…
Lesa meiraLýðræðisfélagið Alda fordæmir málareksturinn gegn níumenningunum svokölluðu sem ákærðir eru fyrir brot á 100. grein hegningarlaga sem lýtur að „árás á Alþingi“ þannig að „sjálfræði þess hafi verið hætta búin“. Í umræddum mótmælum fór hópur fólks inn um opnar dyr Alþingishússins og upp á þingpalla þar sem lesin var upp yfirlýsing. Tjáningarfrelsið á undir högg…
Lesa meira