Lýðræðisráðstefna 10. nóvember – Alda verður með

Þann 10. nóvember næstkomandi verður ráðstefna um lýðræði með þátttöku Öldu. Meðal efnis verða fyrirlestrar um þátttökufjárhagsáætlunargerð í New York. Til að fjalla um þátttökulýðræði koma hingað á vegum Öldu tvær konur frá New York borg sem hafa reynslu af því. Þær heita Melissa Mark-Viverito, borgarfulltrúi í NYC, og Donata Secondo frá The Particapatory Budgeting Project.…

Lesa meira

Málefnahópur um alvöru lýðræði, fundargerð 20. ágúst

Fundur í málefnahóp um lýðræði á sviði stjórnmála/málefnahóp um alvöru lýðræði, Grasrótarmiðstöðinni 20. ágúst kl. 20:00. Mættir voru Kristinn Már Ársælsson, Guðmundur D. Haraldsson (sem stýrði fundi), Björn Þorsteinsson (sem ritaði fundargerð), Björn Leví Gunnarsson og Júlíus Valdimarsson. 1. Lýðræðislegur stjórnmálaflokkur/stefna í lýðræðismálum, kynning og fundir. Kristinn Már greindi frá stöðu mála. Höfum þegar fundað…

Lesa meira

Sveitarstjórnarlög og NATO

Umhverfis- og samgöngunefnd hefur óskað eftir umsögn frá Öldu um  frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (fjöldi sveitarstjórnarfulltrúa og efling íbúalýðræðis), 258. mál. Málið verður rætt á fundi málefnahóps um lýðræðisvæðingu stjórnmálanna næstkomandi þriðjudag. Alda hafði áður sent umsögn vorið 2011 vegna frumvarps um breytingar á sömu lögum sem þá voru í bígerð. Grein um breytingar á sveitarstjórnarlögum…

Lesa meira

Lýðræðisvæðum stjórnmálin

Flokka-fulltrúalýðræðið er í kreppu af ýmsum sökum, m.a. vegna þess hversu vald virðist þjappast innan kerfisins og innan flokkanna og þeirra stofnana sem þeir tengjast. Stjórnmálakerfið í heild býður upp á spillingu með því að vald getur safnast saman á fárra hendur, fáir koma að ákvarðantökunni og upplýsingagjöf er ekki opin að ónefndum beinum löglegum…

Lesa meira