Þig vill félag sem ætlar að fólkið hafi völdin. Félagið er þó ekki og mun ekki að verða stjórnmálaflokkur. Þess vegna er það kjörið fyrir félagafælna.

Alda, félag um sjálfbærni og lýðræði vill gera raunhæfar breytingar á samfélagsgerðinni í átt miklu meira lýðræði og sjálfbærni á öllum sviðum. Þetta er félag sem er öllum opið og býður alla velunnara lýðræðisins velkomna. Félagið getur þess vegna illa verið án þín, vina þinna og fjölskyldu.

Hugmyndafræði
Hugmyndin að baki Öldu er, í afar stuttu máli: Eitt atkvæði á mann, alltaf, allsstaðar. Á öllum sviðum samfélagsins, í efnahagslífi jafnt sem stjórnmálum.

Alda leggur mikla áherslu á jafnrétti og sjálfbæra þróun, að við hættum að sóa auðlindum jarðar og auðlindunum í kollum fólksins sem hana byggir. Meiningin er þó ekki að hætta allri starfsemi og viðleitni til hagsbóta, heldur þvert á móti að auðvelda framkvæmd góðra verka, án þess þó að eyða framtíðinni eða brjóta á öðrum. Ráðið er að krafan um hagvöxt víki fyrir kröfunni um sjálfbærni; hagkerfið tileinki sér meiri nægjusemi og gefi sér tíma.

Skráning

ganga í Öldu kostar ekkert.

Þú mætir á fundi eins og þér hentar, og vinnuframlag fer algerlega eftir vilja, getu og áhuga hverju sinni.

Hver og einn sem leggur félaginu lið er mikils virði.

Skráðu þig hér á vefnum.

Í framhaldinu brestur að líkindum á með alvöru lýðræði og vænni framtíð. Að almenningur fái ráðið örlögum sínum að svo miklu leyti sem í mannlegu valdi stendur. Ekki á morgun og ekki hinn, en með tíð og tíma. Í rauninni eins fljótt og fólk kærir sig um að láta það gerast.

Takk,
Alda.