Á nýafstöðnu ársþingi Verkamannaflokksins í Bretlandi sem haldið var á dögunum, var mótuð sú markvissa stefna flokksins að stytta vinnuvikuna í 32 stundir á næsta áratug (#). Í Bretlandi, rétt eins og á Íslandi, er sterk menning fyrir því að vinna mikið og lengi. Þannig er vinnuvikan löng, en hún er um 43 stundir á…
Lesa meiraAf og til berast fréttir af jákvæðum árangri fyrirtækja erlendis með að stytta vinnuvikuna fyrir starfsfólkið sitt, og eru þessar fréttir hvort tveggja í senn af bættri líðan starfsfólksins og af árangri fyrirtækjanna við að reka sig eftir breytingarnar. Á Íslandi hafa einkafyrirtæki einnig reynt skemmri vinnuviku, með góðum árangri, og þá hafa staðið yfir…
Lesa meiraFréttir berast um þessar mundir af erlendum fyrirtækjum sem hafa prófað sig áfram með skemmri vinnuviku fyrir starfsmennina sína. Fréttirnar eru í senn, af árangri fyrirtækjanna við að reka sig og af betri lífsgæðum starfsfólksins. Hér á Íslandi hefur í það minnsta eitt einkafyrirtæki tekið upp skemmri vinnuviku, með góðum árangri. Þetta ætti að vera…
Lesa meiraÍgær birtust nokkrar fréttir um að vinnuvikan á Íslandi gæti í raun verið skemmri en talið hefur verið hingað til (sjá hér, hér og hér), jafnvel að hún sé ein sú stysta í Evrópu. Er í þessu sambandi vísað til fréttatilkynningar Hagstofu Íslands frá því fyrr á árinu, þar sem er lýst nýjum tölum frá…
Lesa meiraVið höfum misst sjónar á því hvers vegna við vinnum og stundum atvinnustarfsemi af ýmsu tagi. Í hugum flestra snýst vinna og atvinnustarfsemi um að afla sér tekna til að halda uppi lífsgæðum. Ný tækni sem eykur framleiðni gegni því hlutverki að auka lífsgæðin – og það sama gildi um nýja atvinnustarfsemi eins og álver…
Lesa meiraTvennt einkennir allt sem snertir vinnutíma á Íslandi. Annað er stöðnun: Vinnutími hefur lítið haggast undanfarna áratugi, ef horft er fram hjá tímabundinni styttingu á vinnutíma í kjölfar hrunsins. Sú tímabundna stytting var gerð til að spara peninga (yfirvinnubann og svo framvegis). Hitt er að umræða um vinnutíma er í skötulíki. Yfirleitt er rætt um…
Lesa meiraVenjulegur vinnudagur í lífi íslendinga gengur svona fyrir sig: Vaknað um eða fyrir sjö á morgnana, mætt til vinnu klukkan átta, eftir að hafa komið við á leikskóla eða í grunnskóla. Klukkan fjögur eða þar um bil – jafnvel fimm – er haldið úr vinnu, komið við aftur í skóla. Stoppað í búð kannski áður…
Lesa meiraUndanfarna daga hefur verið fjallað um skýrslu sem ráðgjafafyrirtækið McKinsey skrifaði. Skýrslan fjallar að miklu leyti um lélega framleiðni á Íslandi og eru lagðar fram tillögur að breytingum í þeim efnum. Markmið tillagna höfunda um aukna framleiðni eiga – segja höfundarnir – að auka lífsgæði á Íslandi, með auknum frítíma og aukinni neyslu. Þessi hugsun…
Lesa meiraÍ fyrri pistili var fjallað um vinnustundir á Íslandi í samanburði við nágrannalöndin og önnur lönd í heiminum. Var þar minnst á að mikil vinna sé neikvæð. Hér verður fjallað stuttlega um rannsókn á áhrifum vinnunar á íslensk heimili og á vinnuálagi, og aðeins fjallað um styttingu vinnudags í öðrum löndum. Áhrif langs vinnudags Í…
Lesa meiraEitt þróaðasta samfélag á jörðinni er hið Íslenska. Og það breyttist ekki, þrátt fyrir skakkaföll – banka- og lánabóluna, sem sprakk hér með látum, ásamt tilheyrandi fylgifiskum. Þeir sem eiga heiður skilinn fyrir að hafa komið samfélagi okkar á þennan stað eru vitanlega hinir vinnandi menn eldri kynslóða, konur sem karlar. Þetta er allt vel.…
Lesa meira