Umsögn Öldu um frumvarp um breytingar á lögum um fjármál stjórnmálaflokka

Alda sendi í dag til Alþingis umsögn um frumvarp um breytingar á lögum um fjármál stjórnmálaflokka. Umsögnin tekur til frumvarpsins sjálfs, laganna sjálfra sem og verklags við fyrri breytingar á lögunum. Umsögnina má finna hér og frumvarpið hér. Í stuttu máli fjallar frumvarpið um skyldur stjórnmálaflokka til upplýsingagjafar, vilji þeir þiggja styrki frá rikinu til…

Lesa meira

Sameiginleg áskorun til íslenskra stjórnvalda að fullgilda samning SÞ um bann við kjarnorkuvopnum

Eftirtalin félög skora á íslensk stjórnvöld að fullgilda Samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum en samningurinn var samþykktur af 122 ríkjum á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York þann 7. júlí 2017. Hinn 24. október sl. höfðu 50 ríki fullgilt samninginn og mun hann því taka gildi í dag, þann 22. janúar 2021. Samningurinn…

Lesa meira

Umsögn um frumvarp til Alþingis: Lögbann á fjölmiðla

Alda sendi í dag til Alþingis umsögn um lagafrumvarp, sem, ef samþykkt, gerir það að verkum að sýslumenn geti lengur ekki sett lögbann á fréttaflutning fjölmiðla, heldur verði allar beiðnir um slík lögbönn að fara fyrir dómstóla. Í dag er það þannig að sýslumenn geta sett lögbann á fjölmiðla, án aðkomu dómstóla. Frumvarpið er lagt…

Lesa meira

Ályktun Öldu um lögbann á fréttaumfjöllun

Stjórn Öldu – Félags um sjálfbærni og lýðræði fordæmir lögbann Sýslumannsins á Höfuðborgarsvæðinu á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media um málefni Bjarna Benediktssonar og þrotabús Glitnis. Þær upplýsingar sem hér er um ræðir eiga fullt erindi við almenning, enda fjalla þær um viðskipti stjórnmálamanna í æðstu valdastöðum landsins. Á Íslandi hefur viðskiptum og stjórnmálum oft…

Lesa meira

Ályktun vegna Panamaskjalanna og skýrslu um aflandsfélög

Stjórn Lýðræðisfélagsins Öldu telur stjórnmálamenn hafi ekki tekið alvarlega vantraustið sem skapaðist milli þeirra og kjósenda í kjölfar hrunsins. Alda telur rétt að stjórnmálamenn sem uppvísir voru að því að eiga reikninga í skattaskjóli víki. Endurskoða þarf upplýsingalög, fyrirkomulag opinberra rannsókna, og lög um skattaundanskot. Tryggja þarf aðkomu almennings að þessum verkefnum.

Lesa meira

Fundur um lýðræði í Garði

Haldinn var fundur um umbætur í lýðræðismálum í Garði að frumkvæði N og Z lista til sveitarstjórnar miðvikudaginn 28. maí síðastliðinn. Kristinn Már, stjórnarmaður í Öldu, hélt framsöguerindi þar sem hann fór yfir hvernig megi mæla gæði og virkni lýðræðis sem og kosti og galla ólíkra útfærslna á lýðræði. Meðal þess sem kynnt var má…

Lesa meira