Alda vill gera raunhæfar breytingar á samfélagsgerðinni í átt miklu meira lýðræði og sjálfbærni á öllum sviðum. Félagið er öllum opið og býður alla velunnara lýðræðisins velkomna. Félagið getur þess vegna illa verið án þín, vina þinna og fjölskyldu.

Alda er ekki stjórnmálaflokkur og mun ekki verða.

Skráning – engin félagsgjöld

Að ganga í Öldu kostar ekkert. Framlag fer algerlega eftir vilja, getu og áhuga hverju sinni. 

Skráning í félagið fer fram í gegnum tölvupóst. Til að skrá sig dugar að senda tölvupóst á netfangið aldademocracy@gmail.com með nafni og kennitölu. Alda innheimtir ekki félagsgjöld og öllum er frjálst að skrá sig.

Reglulegt starf

Stjórn félagsins sér mestmegnis um starf félagsins. En þér er frjálst að mæta á fund stjórnar viljirðu leggja starfinu lið og nægir að senda félaginu tölvupóst þess efnis. 

Hver og einn sem leggur félaginu lið er mikils virði.

Styrkir

Öllum er frjálst að styrkja Öldu. Allir veittir styrkir verða nýttir til að efla félagið og markmið þess. 

Einkennismynd er fengin af Pexels.