Forsíða
Eitt af stefnumálum Öldu er að á Íslandi verði unnið minna en nú er gert. Tilgangurinn með færri vinnustundum er að auka lífsgæði almennings í formi meiri möguleika til tómstunda og sjálfsræktar, en auk þess að fólk geti frekar tekið þátt í eigin samfélagi. Megininntak Öldu hvað vinnutímann áhrærir, er að jafnvel þótt vinnan sé…
Við höfum vanrækt lýðræðið. Ákvarðanir eiga að vera teknar af almenningi með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Kjarni lýðræðisins er að hver og einn hafi jafn mikið um málefni samfélagsins að segja, jafn mikil áhrif. Það er ekkert annað í stöðunni en að færa valdið, sem þjappast hefur saman á fárra hendur, til almennings. Eitt atkvæði…
Framleiðsla og neysla verður að vera sjálfbær, að öðrum kosti er einungis tímaspursmál hvenær auðlindir jarðar ganga til þurrðar og mikilvæg vistkerfi hrynja. Eilífur vöxtur í heimi takmarkaðra auðlinda er ómögulegur. Krafan um sífelldan hagvöxt verður að víkja. Umhverfisvottun vöru verði skilyrði fyrir framleiðslu.
Forsíða