Umsögn Öldu um drög að frumvarpi að breytingum að stjórnarskránni

Alda sendi í dag til Forsætisráðuneytisins umsögn um lagafrumvarp að breytingum að stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, mál nr. 124/2020 í samráðsgátt stjórnvalda. Félagið gerir ýmsar athugasemdir við frumvarpið, leggur til fjölda breytinga, leggur til ýmiss konar viðbætur við stjórnarskrána og leggur áherslu á að stjórnarskrá landsins skuli unnin af almenningi í víðtæku ferli. Frumvarpið má finna…

Lesa meira

Umsögn um stjórnskipunarlög

Alda sendi inn neðangreinda umsögn við frumvarp til stjórnskipunarlaga, 415. máls. Alda ítrekar fyrri umsagnir og meðfylgjandi ályktanir félagsins vegna stjórnarskrármálsins. Tillögur til stjórnlagaráðs Lýðræðisfélagið hefur sent inn eftirfarandi tillögur til stjórnlagaráðs. Hverri tillögu fylgir greinargerð og fordæmi ef finnst. Tillögurnar eru tólf talsins og snúa að ákvæðum um forseta, kosningakerfi, dómendur, borgaraþing, fyrirtæki, stjórnlagaþing, þjóðaratkvæðagreiðslur,…

Lesa meira

Ályktun: Þjóðaratkvæðagreiðsla um breytingar á stjórnarskrá

Almenningi gefst færi á að kjósa um tillögur Stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá þann 20. október næstkomandi. Alda hvetur alla til þess að kynna sér tillögurnar ítarlega og taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Endurskoðunarferill stjórnarskráinnar hefur vakið athygli lýðræðissinna um allan heim. Sjaldan hafa slíkar ákvarðanir verið færðar að stórum hluta í hendur almennings með eins beinum…

Lesa meira

Málefnahópur um alvöru lýðræði, fundargerð 20. ágúst

Fundur í málefnahóp um lýðræði á sviði stjórnmála/málefnahóp um alvöru lýðræði, Grasrótarmiðstöðinni 20. ágúst kl. 20:00. Mættir voru Kristinn Már Ársælsson, Guðmundur D. Haraldsson (sem stýrði fundi), Björn Þorsteinsson (sem ritaði fundargerð), Björn Leví Gunnarsson og Júlíus Valdimarsson. 1. Lýðræðislegur stjórnmálaflokkur/stefna í lýðræðismálum, kynning og fundir. Kristinn Már greindi frá stöðu mála. Höfum þegar fundað…

Lesa meira

Fundaröð Stjórnarskrárfélagsins 3. maí

Alda vill benda á fund á vegum Stjórnarskrárfélagsins sem haldinn verður klukkan 20.00 annað kvöld, fimmtudaginn 3. maí, í Iðnó.  Fundurinn ber yfirskriftina „Kjördæmi, persónukjör og nýja stjórnarskráin“ og fjallar um áhrif sem ný stjórnarskrá hefði á kosningakerfið og kjördæmin. Fleiri fundir eru á dagskrá félagsins og spannar umfjöllunarefni þeirra allt frá náttúrunni og auðlindunum…

Lesa meira

Ályktun: Stjórnarskrármálið

Alda – félag um sjálfbærni og lýðræði telur fullreynt að Alþingi og stjórnmálaelítan leiði stjórnarskrármálið til lykta. Allt frá því að krafa búsáhaldabyltingarinnar um nýja stjórnarskrá sem gerð yrði af fólkinu í landinu var tekin upp á Alþingi hefur málið einkennst af klúðri, deilum og vísvitandi aðgerðum til þess að eyðileggja ferlið. Ljóst er að…

Lesa meira

Fundargerð stjórnarfundar 3. apríl 2012

Stjórnarfundur í Öldu 3. apríl 2012 kl. 20:30 í Grasrótarmiðstöðinni. Mætt voru Hjalti Hrafn, Valgerður, Björn, Kristinn Már, Þórarinn, Júlíus, Guðmundur D., Sólveig Alda og Guðmundur Á. Hjalti Hrafn stýrði fundi og Björn ritaði fundargerð. 1. Málefnahópar. A. Stytting vinnutíma. Guðmundur D. greindi frá starfsemi hópsins undanfarnar vikur. Ályktun um styttingu vinnutíma liggur fyrir fundinum.…

Lesa meira

Stjórnarfundur 3. apríl

Stjórnarfundur verður 3. apríl, venju samkvæmt, kl 20.30 í Grasrótarmiðstöðinni. Allir velkomnir – eitt atkvæði á mann. Staða verkefna hjá málefnahópum. Stjórnarskrármálið. Grasrótarmiðstöðin. Kosningar hjá Betri Reykjavík. Fjármál félagsins. Önnur mál. Allir fundir hjá Öldu eru öllum opnir. Allir sem vilja vinna minna eru hvattir til að mæta. Notast er við samhljóða ákvarðanatöku (e. consensus)…

Lesa meira

Opinn fundur um frumvarp stjórnlagaráðs

Næstkomandi miðvikudagskvöld, 7. desember, munu Hreyfingin og Borgarahreyfingin í samvinnu við Öldu og Stjórnarskrárfélagið, halda opinn fund um frumvarp stjórnlagaráðs. Fundurinn verður í Grasrótarmiðstöðinni að Brautarholti 4 og hefst klukkan 20.00 og stendur til 22.00. Dagskráin er svohljóðandi: 1. Friðrik Þór Guðmundsson, samvinna Borgarahreyfingarinnar og Stjórnarskrárfélagsins 2. Illugi Jökulsson og Þorvaldur Gylfason, frumvarp stjórnlagaráðs og…

Lesa meira