Upptökur frá ráðstefnu um styttri vinnuviku

Stytting vinnuvikunnar er nú komin á dagskrá stéttarfélaga og annarra félagasamtaka um víða veröld og er nú mikið rædd í fjölmiðlum, í stjórnmálahreyfingum og hjá hugveitum um allan heim. Stytting vinnuvikunnar er þó ekki aðeins mál sem varðar lífsgæði, jafnvægi vinnu og einkalífs, og að deila vinnunni á fleiri hendur, heldur einnig nokkuð sem varðar…

Lesa meira

Loftslagsbreytingar, sjálfvirknivæðing og styttri vinnuvika: Tökum næstu skref

Alda vill vekja athygli á fjórum málefnum sem eru mikilvæg fyrir framtíð íslensks samfélags á næstu árum: Sjálfvirknivæðingu, loftslagsbreytingum, hækkandi lífaldri þjóðarinnar og styttri vinnuviku. Mikilvægt er að móta heildstæða stefnu til framtíðar sem samþættir þessa málaflokka til að stemma stigu við þróun sem þegar er orðin og er líkleg til að ágerast á næstu árum.…

Lesa meira

Tilraunaverkefni um styttri vinnuviku: Skýrsla Öldu og Autonomy

Alda og breska hugveitan Autonomy hafa nú gefið út fyrstu greinargóðu skýrsluna á ensku um tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar sem voru rekin á Íslandi á árunum 2015 til 2019. Um er að ræða tilraunaverkefni hjá bæði Reykjavíkurborg og ríkinu. Skýrslan kemur út í dag. Niðurstöður skýrslunnar eru eftirfarandi: Um 2.500 tóku þátt í tilraunaverkefnunum –…

Lesa meira

Samfélagsbankar: Upptaka frá viðburði Öldu og Vörðu

Þann 12. febrúar síðastliðinn stóðu Alda, Varða ásamt ASÍ og BSRB fyrir sameiginlegum viðburði um samfélagsbanka. Upptöku af þessum viðburði má finna hér að neðan. Á viðburðinum héldu tveir fyrirlesarar erindi: Lydia Prieg, aðalhagfræðingur bresku hugveitunnar New Economics Foundation, fjallaði um hlutverk samfélagsbanka og veitti greinargóða innsýn í starfsemi slíkra banka í öðrum löndum. Ásgeir…

Lesa meira

Fréttatilkynning: Framtíð bankakerfisins verði ákveðin í samráði við almenning

Mikill stuðningur er við að almenningur fái að taka þátt í að ákveða framtíðarskipan bankakerfisins á lýðræðislegan hátt, t.d. með slembivöldu borgaraþingi, áður en ákvörðun um einkavæðingu bankanna verður tekin. Þetta kemur fram í könnun sem MMR vann fyrir Öldu, félag um sjálfbærni og lýðræði. Í könnuninni kemur einnig fram mikill stuðningur við stofnun samfélagsbanka…

Lesa meira

Umsögn Öldu um frumvarp til laga um Þjóðhagsstofnun

Öldu barst nýlega beiðni frá Alþingi um að veita umsögn um frumvarp um Þjóðhagsstofnun. Markmið frumvarpsins er að stofnun sé sett á laggirnar sem fylgist með gangi hagkerfis landsins, vinni að hagrannsóknum og veiti almenna ráðgjöf á þessum sviðum til Alþingis og ráðuneyta. Frumvarpið má finna hér. *** Umsögn Öldu: Alda telur afar mikilvægt að…

Lesa meira

Fundargerð – Málefnahópur um skilyrðislausa grunnframfærslu – 10. september

Alda – félag um sjálfbærni og lýðræði Fundargerð: Málefnahópur um skilyrðislausa grunnframfærslu 10. september Mæting: Gunnar Freyr, Hjalti, Ragnar, Hulda, Halldóra, Júlíus Ritari: Hjalti Fundur settur kl 20:10 Rætt var um þingsályktunartillögu um skilyrðislausa grunnframfærslu sem að Halldóra ætlar að leggja fram fyrir Pírata. Farið var yfir drög að tillögunnu og rætt um breytingar, framsetningu…

Lesa meira

Fundarboð – Skilyrðislaus grunnframfærsla 10. sept

Það verður fundur í málefnahópi Öldu um skilyrðislausa grunnframfærslu á miðvkudag 10. september kl 20:00. Fundurinn er haldinn í Múltí Kúltí að Barónsstíg 3. Á dagskrá fundarins er að fara yfir mögulega þingsályktunartillögu frá pírötum og koma með tillögur og efni sem gæti gagnast í greinagerð fyrir tillöguna. Allir fundir Öldu eru opnir og allir…

Lesa meira