Öllum er frjálst að styrkja Öldu. Allir veittir styrkir verða nýttir til að efla félagið og efla markmið þess. Markmiðið með styrkjum er að geta haldið uppi burðugri starfsemi allan ársins hring.

Styrkveitingar hærri en 250.000 krónur, frá einum aðila á einu ári, eru teknar fyrir af stjórn félagsins til umræðu og samþykkis, og má aðeins samþykkja ef gefandinn deilir markmiðum Öldu, eða að með öðrum hætti sé ljóst að styrkurinn muni ekki hafa áhrif á stefnu eða markmið félagsins. Nánari upplýsingar má finna í reglum Öldu um fjármál að neðan.

Sem stendur er einfaldast að leggja inn á bankareikning félagsins. Reglulegir, smáir styrkir myndu gagnast félaginu hvað mest til að viðhalda reglulegri starfsemi.

 

Kennitala félagsins er: 430613-1380

Bankaupplýsingar: 1110-26-000147

 

Reglur Öldu um fjármál

Þessar reglur voru samþykktar á stjórnarfundi þann 6. desember 2011.

1. gr.
Öldu skal heimilt að taka við fjárframlögum frá innlendum og erlendum aðilum til starfsemi félagsins. Berist Öldu framlag frá óþekktum aðila skal gefa styrkinn til líknarsamtaka skv. ákvörðun stjórnar enda sé hann hærri en 10.000 krónur og ómögulegt að komast að því hver gefandinn sé. Hið sama á við ef samanlögð fjárhæð styrkja frá óþekktum aðilum fer yfir 10.000 krónur á hverju almanaksári.

2. gr.
Heimilt skal að taka við styrkjum sem nema allt að 250.000 krónum á ári frá einstaklingum og lögaðilum. Móttaka hærri framlaga skal þá og því aðeins heimil að gefandinn deili markmiðum Öldu eða að með öðrum hætti sé ljóst að styrkurinn muni ekki hafa áhrif á stefnu eða markmið félagsins. Skal stjórn fjalla sérstaklega um móttöku slíkra styrkja eða boða til almenns félagsfundar til þess að ræða styrkveitinguna. Móttaka framlaga yfir 1.000.000 króna skal ætíð hljóta samþykki félagsfundar. Þegar metin er hámarksupphæð skal telja saman einstaklinga og hlutafélög sem hann tengist. Telja skal veitta afslætti, eftirgjöf krafna og allan anna tilflutning á verðmætum sem styrk í þessu samhengi.

3. gr.
Félagsmenn skulu ávallt hafa aðgang að upplýsingum um styrktarmenn félagsins, form styrksins og verðmæti hans. Alda skal jafnframt birta opinberlega lista yfir styrktaraðila og verðmæti styrkja.

4. gr.
Reikingar Öldu skulu útbúnir með skýrum og greinargóðum hætti. Í þeim skal getið um samtölu styrkja. Skal jafnframt getið um styrki sem ekki hafa áhrif á reikninga félagsins svo sem notað lausafé eða aðrar gjafir sem erfitt er að telja sem fjárhagsleg verðmæti. Skal fylgja ársreikning listi yfir styrkveitendur.

5. gr.
Verði rekstrarafgangur af starfsemi Öldu skal hann færður í sjóði félagsins. Skal við slit félagsins gefa þá fjármuni sem Alda kann að eiga til líknarfélaga. Endurvinnanlegu lausafé skal koma til endurvinnslu.