Stjórn Lýðræðisfélagsins Öldu telur stjórnmálamenn hafi ekki tekið alvarlega vantraustið sem skapaðist milli þeirra og kjósenda í kjölfar hrunsins. Alda telur rétt að stjórnmálamenn sem uppvísir voru að því að eiga reikninga í skattaskjóli víki. Endurskoða þarf upplýsingalög, fyrirkomulag opinberra rannsókna, og lög um skattaundanskot. Tryggja þarf aðkomu almennings að þessum verkefnum.
Lesa meiraFundur haldinn 30. október 2013 að Barónstíg 3. Mættir: Kristinn Már, Hulda Björg, Björn Leví og Kjartan. Dagskrá. 1. Rafnræn þjóðaratkvæðagreiðsla Björn Leví kynnti stöðuna á verkefni sem hann og aðrir eiga frumkvæði að og miðar að því að sýna fram á að gerlegt og ódýrt sé að halda rafrænar atkvæðagreiðslur. Þegar hefur verið settur…
Lesa meiraFundur um alvöru lýðræði verður miðvikudaginn 30. október kl. 20 að Barónstíg 3 (Múltíkúltí). Á fundinum verða línur lagðar fyrir starfið í vetur. Þá verður umræða um nýtt verkefni er tengist þjóðaratkvæðagreiðslum og óskað er aðkomu Öldu. Mikið verk er enn fyrir höndum í því að auka þátttöku almennings í opinberri ákvarðanatöku og dýpka lýðræðið.…
Lesa meiraKristinn Már Ársælsson, stjórnarmaður í Öldu flutti pistil á Rás 1 þann 1. maí 2013. Hægt er að hlusta á pistilinn á vef RÚV. Pistillinn er í heild sinni hér að neðan. Frá iðnbyltingu og fram á 20. öld snérist verkalýðsbarátta um grunnréttindi, s.s hvað varðar vinnutíma, aðbúnað, kaupgjald, verkfallsrétt, takmörkun á vinnu barna og…
Lesa meiraBoðað er til fundar um nokkur mál sem unnið er að undir málefnahópi um alvöru lýðræði á sviði stjórnmálanna. Fundurinn verður þriðjudaginn 15. janúar kl. 20 í Grasrótarmiðstöðinni, Brautarholti 4. Allir velkomnir eins og alltaf. Alda stefnir að því að halda opna fundi fyrir kosningarnar með forsvarsmönnum stjórnmálaflokka og þar á meðal einn um lýðræðismál…
Lesa meiraÁrið 2012 var viðburðarríkt hjá Öldu. Félagið veitti fjölda umsagna um þingmál, þar á meðal um þjóðaratkvæðagreiðslu um NATO. Sendi frá sér tillögur, m.a. um lýðræðisleg fyrirtæki sem nú liggur fyrir Alþingi. Einn af hápunktum ársins var ráðstefna um lýðræði þar sem á vegum félagsins komu þær Melissa Mark-Viverito, borgarfulltrúi í NY og Donata Secondo, starfsmaður The…
Lesa meiraAlda sendi inn neðangreinda umsögn við frumvarp til stjórnskipunarlaga, 415. máls. Alda ítrekar fyrri umsagnir og meðfylgjandi ályktanir félagsins vegna stjórnarskrármálsins. Tillögur til stjórnlagaráðs Lýðræðisfélagið hefur sent inn eftirfarandi tillögur til stjórnlagaráðs. Hverri tillögu fylgir greinargerð og fordæmi ef finnst. Tillögurnar eru tólf talsins og snúa að ákvæðum um forseta, kosningakerfi, dómendur, borgaraþing, fyrirtæki, stjórnlagaþing, þjóðaratkvæðagreiðslur,…
Lesa meiraBoðað er til fundar í málefnahópi um Alvöru lýðræði á sviði stjórnmálannna mánudaginn 19. nóvember kl. 20. Fundurinn verður haldinn í Grasrótarmiðstöðinni, Brautarholti 4. Á fundinum verður farið yfir verkefni hópsins og aðgerðahópa hans. Nóg er af verkefnum og eru félagsmenn hvattir til þess að leggja hönd á plóg (sjá yfirlit yfir aðgerðahópa að neðan).…
Lesa meiraÞann 10. nóvember næstkomandi verður ráðstefna um lýðræði með þátttöku Öldu. Meðal efnis verða fyrirlestrar um þátttökufjárhagsáætlunargerð í New York. Til að fjalla um þátttökulýðræði koma hingað á vegum Öldu tvær konur frá New York borg sem hafa reynslu af því. Þær heita Melissa Mark-Viverito, borgarfulltrúi í NYC, og Donata Secondo frá The Particapatory Budgeting Project.…
Lesa meiraNý stjórn var kosin fyrir árið 2011 -2012. Stjórnina skipuðu Björn Þorsteinsson, Halldóra Guðrún Ísleifsdóttir, Valgerður Pálmadóttir, Helga Kjartansdóttir, Sólveig Alda Halldórsdóttir, Hjalti Hrafn Hafþórsson, Kristinn Már Ársælsson, Magnús Björn Ólafsson og Sigrún Birgisdóttir. Fimm stjórnarmenn sátu áfram og fjórir nýir bættust við. Á síðasta aðalfundi var lögum félagsins breytt. Nafni félagsins var formlega breytt…
Lesa meira