Alda var í fréttum í síðasta mánuði vegna hugmynda um styttingu vinnudagsins og bæklingsins sem var sendur til stéttarfélaga og fleiri aðila.

Stöð 2 tók viðtal við Kristinn Má í tilefni af því og frétt birtist á vef Morgunblaðsins. Smugan var líka með frétt.

Fulltrúar félagsins hafa nú hitt formenn tveggja stéttarfélaga og fulltrúa frá ASÍ. Allir hafa þeir verið sammála um að málefnið sé brýnt og gerlegt. Stytting vinnudags verður vonandi á dagskránni í næstu kjarasamingum, árið 2014.