Næstkomandi laugardag verður spennandi fundur í Grasrótarmiðstöðinni í Brautarholtinu þar sem Alda mun kynna tillögur sínar um hvernig stjórnmálaflokkar ættu að vera. Fundurinn er haldinn í Grasrótarmiðstöðinni, Brautarholti 4, kl. 13.

Í því pólitíska umróti sem nú blasir við í stjórnmálunum er ljóst að margir hafa misst trúna á það að þeir geti haft raunveruleg áhrif. Einhverjir kenna fjórflokknum um og telja það fyrsta skrefið til alvöru lýðræðis að stofna nýjan flokk.

En vantar ekki nýja aðferð til að stofna slíkan flokk? Og þarf ekki líka nýja hugmyndafræði varðandi valddreifingu innan hans til að tryggja öllum hópum samfélagsins rödd?

Alda hefur unnið tillögur að því hvernig skipulag stjórnmálaflokks í anda alvöru lýðræðis geti litið út. Tillögur Öldu hafa það að markmiði að búa til skipulag sem hentar stjórmálaflokki fyrir almenning þar sem valdi er dreift og styrkur fjöldans er nýttur til fullnustu.

Á þessum fundi munu fulltrúar Öldu kynna tillögur sínar um lýðræðislegt ferli við stofnun á lýðræðislegum stjórnmálaflokki. Í tillögunum er farið yfir nær alla þá þætti sem viðkoma starfi stjórnmálaflokks; allt frá fjármögnun til þátttöku í ríkisstjórn.

Allir eru velkomnir á fundinn. Þeir sem hafa í hyggju að taka þátt í stofnun nýs framboðs/nýrra framboða fyrir næstu kosningar eru eindregið hvattir til að mæta og hlýða á tillögurnar og taka þátt í gagnlegum samræðum í kjölfarið.

Fundurinn er laugardaginn 21. janúar og hefst hann klukkan 13.00.
Allir velkomnir.