Alda sendi eftirfarandi umsögn til Alþingis um frumvarp að nýjum lögum um RÚV. Í umsögninni leggur Alda til að skref verði tekin til að starfsmenn RÚV verði valdhafar innan stofnunarinnar. Slík lýðræðisvæðing er líkleg til að skila sér í betri stjórnun, draga úr áhrifum stjórnmálamanna og annarra áhrifahópa á dagskrá og umfjöllun RÚV. Þá er stungið upp á því að innan RÚV starfi ráðgjafanefnd.
***
194. mál, 141. löggjafarþing, þingskjal 197.
Alda telur nauðsynlegt að gerðar verði nokkrar breytingar á frumvarpinu.
Um 2. gr og 9. gr. frumvarpsins: Í ljósi þess að Ríkisútvarpið er í almannaeigu og skal starfa í almannaþágu telur Alda rétt að hverfa frá því rekstrarformi, opinberu hlutfafélagi, og móta nýtt rekstrarumhverfi fyrir stofnunina. Alda telur að best færi á því að daglegur rekstur stofnunarinnar sé með lýðræðislegum hætti, þannig að hver starfsmaður hafi eitt atkvæði. Fjölmörg fjölmiðlafyrirtæki eru samvinnufélög, má þar nefna Associated Press og New Internationalist. Lýðræði og valddreifing draga úr líkum á því að vald safnist á hendur fárra.
Mikið hefur verið rætt um nauðsyn þess að koma á múrum milli ritstjórna og eigenda fjölmiðla, hvort sem það eru stjórnmálamenn eða fjármagnseigendur. Lausn þessa vanda felst í lýðræðisvæðingu þar sem starfsmennirnir fara sameiginlega með völdin.
Þá er hugsanlega rétt að yfir RÚV sé stjórn eða fagráð til ráðgjafar stofnuninni. Margar opinberar stofnanir víða um heim hafa ráðgjafanefndir eða fagráð sér til halds og trausts við ákvarðanatöku og stefnumótun. Slíka yfirstjórn (eða fagráð) mætti skipa fulltrúum fagfélaga á sviði blaða- og fréttamennsku, félaga á sviði menningar og lista, vísindamönnum úr háskólasamfélaginu og almenningi.
Gera skal breytingar á lögunum til þess að ná framangreindum markmiðum.
… á sviði blaða- og fréttamennsku, ….
vantar f við … réttamennsku … skilst samt.
En gott að hafa allt rétt 😉
Takk fyrir ábendinguna, kippti þessu í liðinn.
Alda.
Starfsmenn RÚV – Ríkisútvarps vinstri manna misnotar aðstöðu sína alveg nóg í dag þ´´ott því verði ekki líka veittur atkvæðisréttur. RÚV er í eigu þjóðarinnar allrar en ekki starfsmanna RÚV enda þótt þeir hafi t.d. undanfarin ár beitt stofnuninni sem áróðursmálaráðuneyti fyrri stjórnar og virðast ætla að halda því áfram