Það eru tíðindi úr Kópavogi en þar samþykkti bæjarráð einróma tillögu Ólafs Þórs Gunnarssonar:
„að fela fjármálastjóra að meta kosti þess og galla að bærinn taki upp í einhverjum mæli til reynslu s.k. þátttökufjárlagagerð (e. Participatory budgeting).”
Í greinargerð er vísað til reynslu Porto Alegre og nýlegrar reynslu í New York.
Skemmst að minnast þess að hingað komu Melissa Mark-Viverito borgarfulltrúi og Donata Secondo frá Participatory Budgeting Project á vegum Öldu til þess að segja frá reynslunni í New York. Þær voru m.a. í Silfri Egils (sjá meðfylgjandi myndbrot).