Boðað er til fundar um nokkur mál sem unnið er að undir málefnahópi um alvöru lýðræði á sviði stjórnmálanna. Fundurinn verður þriðjudaginn  15. janúar kl. 20 í Grasrótarmiðstöðinni, Brautarholti 4. Allir velkomnir eins og alltaf.

Alda stefnir að því að halda opna fundi fyrir kosningarnar með forsvarsmönnum stjórnmálaflokka og þar á meðal einn um lýðræðismál á sviði stjórnmálanna. Ræða þarf um útfærslu þess fundar og skipulag.

Þá þarf að ræða aðgerðir og kynningu á tillögum Öldu í lýðræðismálum, bæði stefnu fyrir stjórnmálaflokka og skipulag stjórnmálaflokks í anda alvöru lýðræðis.

Loks, ef tími og efni gefa tilefni til, þarf að ræða framhalda þjóðfundarins frá 2009.

Dagskrá

  1. Opinn fundur í aðdraganda kosninga
  2. Kynning á stefnu Öldu
  3. Þjóðfundur
  4. Önnur mál

Umsjónarmenn hópsins eru Björn Þorsteinsson og Kristinn Már Ársælsson.