Alda – félag um sjálfbærni og lýðræði
Fundur í málefnahóp um málefni hælisleitenda

Miðvikudagur 13. febrúar 2013
Fundur var settur kl 20:10
Mætt voru:
Hjalti, Ali, Eze, Ozaze, Kristinn Már, Josef, Hulda, Jórunn, Gazem, Matti, Navid, Jason, Samuel, Dagný, Idafe, Martin, Ali, Tony, Evelyn, Kwad, Okuru

Fundarstjóri og ritari var Hjalti Hrafn.

Í upphafi fundar var farinn nafnahringur, fundargestir kynntu sig og sögðu frá aðkomu sinni að málefninu.
Því næst voru drög a ályktun Öldu um málefni hælisleitenda lesin og rædd. Samþykkt stjórnarfundar 6. febrúar á þeirri ályktun lá fyrir með fyrirvara um breytingartillögur sem upp gætu komið á þessum fundi. Þó nokkuð af gagnlegum ábendingum komu fram í umræðu. Breyta þarf ákveðnum atriðum í ályktuninni en það ríkti sátt með grundvallaratriði hennar. Sæst var á að láta hana liggja fyrir á netinu í eina viku þar sem hver sem er getur lesið hana, og sent inn athugasemdir. Að viku lokinni skal hún send til stjórnar til endanlegrar samþykktar.

Hjalti kynnti vinnu við að tryggja hælisleitendum sem eru í vinnu inngöngu í verkalýðsfélag.

Hjalti kynnti einnig hugmynd um að skrá sögur hælisleitenda hugsanlega á vegum Háskólans sem verkefni í þjóðfræði. Viðtölin mætti síðar nýta til dæmis sem útvarpsefni.

Jórunn og Jason kynntu í stuttu máli frumvarp sem liggur fyrir á Alþingi um málefni hælisleitenda. Sátt var um að Alda sendi ályktunina eða einhverja útgáfu af innihaldi hennar sem umsögn um frumvarpið.

Að lokum kynnti Jason málstofu sem halda á í menntaskólum til að kynna málefni hælisleitenda.

Fundi var slitið kl 22:00