Mætt eru þau Andrea Ólafsdóttir, Hjalti Hrafn, Sólveig Alda, Hulda Björg, Guðmundur D., Júlíus Valdimars og Ágústa Stefánsdóttir.

1. Farið yfir hópastarfið.
– Málefnahópur um grunnframfærslu ætlar að halda fund fljótlega. Píratar hafa sýnt þessu málefni áhuga og Alda ætlar að tala við þá.
– Sjálfbærni. Hefur haldið fundi og er að vinna að skýrslu/leiðarvísi varðandi loftslagsbreytingar.

– Málefni hælisleitenda. Mörg mál þar sem þarf að vinna að. Báknið er stórt og óhreyfanlegt að því er virðist. Eitt lítið skref en mikilvægt væri að auðvelda hælisleitendum að fá vinnu. Tala við ASí. Ýmsar hugmyndir ræddar, td. möguleikar á að fá tímabundna kennitölu.

– Málefnahópur um alvöru lýðræði ætlar að hitta stjórnmálaflokka fyrir kosningar í vor.

2. Fundir og samstarf
– Kristinn Már heldur fyrirlestur á flokksráðsfundi VG um næstu helgi. Hann mun tala um framtíð stjórnmála.
– Alda tekur þátt í Rótttæka sumarháskólanum í sumar, líkt og síðustu sumur. Umfjöllunarefni þetta sinn verður verkalýðsbarátta.
– Málefnahópur um alvöru lýðræði ætlar að skoða fundi t.d. hjá stjórnarskrárfélaginu.

3. Öldu vantar fjármagn fyrir húsnæði hið minnsta. Skoða þarf fjármál. Sækja um styrki og skoða vilja félagsmanna á frjálsum framlögum. Fleiri slík praktísk mál rædd. Andrea ætlar að setjast yfir styrkumsóknir.

4. Önnur mál.

– Ágústa sagði frá hreyfingu sem heitir SHIFT. Almenningur skráir sig á netinu og tekur þátt í umræðu um samfélagsmál. Einskonar risastór þjóðfundur með sjálfbærni, frið, jöfnuð og slíkt sem leiðarljós. Ræddum slíkt tengslanet fyrir Ísland. Auðveldari samskipti milli grasrótarhópa og betra aðgengi að upplýsingum?

– Júlíus ræddi um ný lög varðandi bótaþega og brot á þeirra mannréttindum. Lögin eru sett á til að koma í veg fyrir svindl. En umræðan er röng og henni verður að snúa við. Sökudólgurinn er ekki bótaþeginn, heldur kerfið. Kerfið er sökudólgurinn. Það hentar ekki fólki.
– Borist hefur beiðni um samstarf eða þátttöku Öldu í grenndargróðurhúsi. Vel er tekið í það 🙂

– Okkur barst tölvupóstur um boð um þátttöku í ráðstefnu í Bretlandi. Guðmundur D. ætlar að kíkja á það.

Fundi slitið kl. 22.00