Mæting: Hulda, Hjalti, Gústi og Gunnar
Ritari: Hjalti
fundur settur: 20:10
Hópurinn ræddi og reyndi að afmarka verkefni fyrir sjálfbærnihópinn tið að vinna að næsta vetur. Ákveðið var að reyna að vinna með tengsl kapítalismi og hlýnun jarðar. Stefnt er að því að koma inn í umræðuna “makró greining” á vandanum við hlýnun jarðar. Taka á vandanum sem vandi a kapítalískra hakerfa og beina greiningunni frá hinum hefðbundnu lausnum sem miða að einstaklingsbundnum breytingum á neyslu og lífsstíl.
Í brainstorming sessioni var varpað fram þó nokkrum hugmyndum:
-
Heimildamyndakvöld (í samvinnu við Róttæka sumarháskólann?)
-
Leshringur (samvinna við Ró-su?)
-
Fyrirlestrar vísindamanna – loftslagsvísindi, sjávarlíffræði, hagfræði
-
taka saman staðreyndirb -upplýsingar til að vinna með
-
skrifa greinar
-
sjálfbærni í námsskrá – fyrirlestrar í skólum svipað og gert var í hópnum lýðræðislegt menntakerfi
-
lobbíismi – þrýsta á umhverfisverndarsamtök og stjórnmálaflokka að taka kapítalisma inn í greininguna á vandanum og óhjákvæmilega hluta af lausninni.
-
Beinar aðgerðir – varpað fram sem möguleika þarfnast frekari umræðu
-
Peoples climate march á sunnudaginn
-
Hafa samband og hefja samstarf við erlenda hópa
Ákveðið var að byrja á að einblína á einhverskonar lobbíisma. Fyrsta verk verður að taka saman einhverskonar upplýsingapakka og senda á stjórnmálaflokka, stofnanir, umhverfisverndarsamtök, fjölmiðla….. og sýna fram að að það þarf að umhverfisvernd þarf mjög nauðsynlega að skilgreina sig sem andkapitalíska.
Meðlimir í hópnum ætla að leita að upplýsingum og næsti fundur verður 8. október. Þá reynum við að gera drög að upplýsingapakka.
Rætt var um þáttöku í People’s Climate March. Það var ekki ákveðið að mæta sem félag en margir í hópnum ætla að mæta sem einstaklingar.
Fundi slitið kl 21:30