Stjórnarfundur verður haldinn venju samkvæmt fyrsta miðvikudag mánaðarins, 3. desember. Fundurinn verður haldinn í Múltíkúltí Barónsstíg 3 og hefst stundvíslega kl 20:00.

Eins og alltaf eru allir velkomnir. Stjórnarfundir eru bara opnir félagafundir þar sem stjórnin er í rauninni aukaatriði. Félagar Öldu og í rauninni allir sem vilja taka þátt geta mætt á fund og tekið þátt.

 

Dagskrá:

  • Leiga og húsnæði.
  • Þingsályktun Pírata um borgaralaun.
  • Opnir borgarafundir í tengslum við mótmæli.
  • Fundurinn hjá Húmanistum 30. nóv.
  • Markmið eftir áramót.