Boðað er til aðalfundar Öldu, félags um Sjálfbærni og lýðræði, laugardaginn 12. október 2019 kl. 13.00 í húsnæði Múltikúlti að Barónsstíg 3.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1. Kosning fundarstjóra
2. Skýrsla stjórnar
3. Framlagning reikninga
4. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga
5. Lagabreytingar
6. Kosning kjörnefndar
7. Kosning stjórnar
8. Önnur mál

Sérstök athygli er vakin á því að framboð til stjórnar og lagabreytingartillögur þurfa að berast í síðasta lagi 7. október 2019 með tölvupósti á netfangið aldademocracy@gmail.com. Nánari tilhögun á aðalfundi má finna í lögum félagsins.

***

Eftirfarandi hafa boðið sig fram til stjórnar Öldu:

  • Sævar Finnbogason, doktorsnemi í heimspeki og lýðræðisfræðum
  • Snædís Björnsdóttir, nemi í bókmenntafræði
  • Kristján Gunnarsson, sameindalíffræðingur og tölvunarfræðingur
  • Guðmundur D. Haraldsson, MSc í Cognitive & Decision Sciences, BS í sálfræði
  • Bára Jóhannesdóttir, MA félagsfræði, BA nútímafræði
  • Guðmundur Hörður Guðmundsson, umhverfisfræðingur og sagnfræðingur
  • Þorvarður B. Kjartansson, tölvunarfræðingur

***

Eftirfarandi tillaga að lagabreytingu hefur borist:


Lagt er til að svohljóðandi síðasta málsgrein 2.gr. laga félagsins falli niður:

Félagið skal efna til samstarfs við ríkisvald, stofnanir, fyrirtæki og einstaklinga til að koma markmiðum sínum áleiðis.

Rökstuðningur:

Í fyrri málsgrein 2.gr. laga er fjallað um markmið félagsins, baráttu fyrir lýðræði og sjálfbærni. Ég lít svo á að bæði sé óþarft og jafnvel andstætt baráttu fyrir hvoru tveggja að skylda félagið til þess að efna til samstarf við aðila sem beinlínis geta verið andsnúnir bæði lýðræðisþróun og sjálfbærni. Þetta á örugglega við um ríkisvald og í mörgum tilvikum bæði stofnanir og fyrirtæki einnig. Þessi málsgrein er því eingöngu takmarkandi fyrir athafnafrelsi félagsins, fremur en að hún auki möguleika þess á einhvern hátt til þess að ná markmiðum sínum.

***

Hlökkum til að sjá ykkur.

Stjórn Lýðræðisfélagsins Öldu.