Alda sendi í dag umsögn til Alþingis um frumvarp um ráðherraábyrgð. Umsögn Öldu er jákvæð, enda er markmiðið að auka ábyrgð ráðherra gagnvart lögum.
Umsögnin er svohljóðandi:
Alda leggur til að frumvarp þetta verði samþykkt sem allra fyrst, enda eiga ráðherrar ávallt að greina satt og rétt frá, ekki síst þegar Alþingi krefur þá um upplýsingar. Alþingi fer með löggjafarvaldið og fer jafnframt með eftirlit með ráðherrum, því er þetta einkar mikilvægt. Þetta mál myndi styrkja Alþingi í sessi gagnvart framkvæmdavaldinu, sem hefur of mikið vægi gagnvart öðrum stofnunum – m.a. Alþingi – innan valdastofnana Íslands.
Umsögn Öldu í heild sinni má finna hér.