Alda sendi í dag umsögn til Alþingis um frumvarp um fjölgun frídaga. Um er að ræða ítrekun á fyrri umsögn félagsins, um sama mál. Umsögn Öldu er jákvæð, enda er markmiðið að veita vinnandi fólki aukið tækifæri til að njóta frístunda.

Umsögn Öldu er svohljóðandi:

Alda tekur undir meginmarkmið þessa frumvarps, um að fjölga frídögum vinnandi fólks, enda er fjöldi vinnustunda á Íslandi mikill og vinnuálag mikið. Félagið telur það ráðavænlega lausn að fjölga frídögum, enda ætti eitt markmið sjálfvirknivæðingar og vélvæðingar að gera fólki kleift að draga úr vinnu. Félagið tekur ekki afstöðu til rökstuðnings flutningsmanna í greinargerð frumvarpsins.

Umsögnina sem send var til Alþingis má finna hér.