Alda boðar til málstofu í Veröld, húsi Vigdísar miðvikudaginn 29. júní kl 14:00 til 16:00. Rætt verður um siðferðileg viðmið og gagnsæi í starfi félagsamtaka. Frjáls félagasamtök berjast fyrir mikilvægum hagsmunum og sjónarmiðum, auk þess að móta samfélagsumræðuna. Þess vegna vilja félagasamtök leiða með góðu fordæmi og vilja eftir fremsta mengi tileinka sér vandaða starfshætti og gagnsæi. Og margt jákvætt hefur verið að gerast í þessum málum á Íslandi. Meðal þess er að fjöldamörg samtök hafa á undanförnum árum sett sér formlegar siðareglur og lagt áherslu á opna og vandaða starfshætti.

Á málstofunni verður rætt hvernig hefur til tekist. Þessi innleiðing formlegra siðareglna vekur margar spurningar. Hafa siðareglur einhver sjáanleg áhrif í daglegu starfi félagsamtaka? Hafa þær ef til vill þróast í að verða einskonar refsivöndur frekar en leiðarljós? Vekja þær traust og ættu þær um gagnsæi í fjármögnun félagsamtaka?

Öll eru velkomin og við hvetjum sérstaklega fólk sem tekur þátt í starfi félagsstarfi eða starfar fyrir félagsamtök að til að taka þátt í umræðunni

.