Mætt voru Birna Sigrún Hallsdóttir, Sæunn Þorsteinsdóttir, Hildur Knútsdóttir, Hulda Björg Sigurðardóttir, Hjalti Hrafn Hafþórsson og Sólveig Alda Halldórsdóttir.
Tilgangur og aðalmarkmið fundar var að stilla upp í veturinn, setja áherslur og búa til framkvæmdaplan.
Umræður fóru um víðan völl. Mikið rætt um Drekasvæðið og löngun fundarmanna til að Ísland færi ekki í olíuvinnslu og hvers vegna við værum ekki löngu búin að skipta út bílaflota landsmanna fyrir rafmagnsbíla. Óskandi væri ef stjórnvöld myndu halda áfram og bæta í að hvetja til innflutnings á rafmagnsbílum en um áramót mun t.d. falla úr gildi sú heimild að fella niður virðisaukaskatt á rafmagnsbílum.
Rætt var um súrnun sjávar og hvort LÍÚ sjái sér ekki hag í því að gera allt í sínu valdi til að sporna við slíkri þróun. Líklega þarf að hitta LÍÚ og hvetja til aðgerða.
1. Fundarmönnum langar að búa til leiðarvísi fyrir stjórnvöld og almenning sem stýrir okkur í átt að sjálfbærri framtíð. Slíkir leiðarvísar eða áætlanir eru til annars staðar t.d. var sett saman áætlun fyrir Ástralíu (sbr. Carbon Free Australia). Ætlunin er að skoða hvað hefur verið gert annar staðar og sjá hvort við getum nýtt okkur þær upplýsingar fyrir Ísland.
Einnig munum við skoða þær skuldbindingar og áætlanir hafa verið gerðar hér heima.
Ræddum um möguleika á styrkveitingum til að vinna slíkan leiðarvísi en ljóst er að þetta tæki dágóðan tíma og þyrfti mannafla, samstarf og aðstoð sérfræðinga. Slíka þjónustu þarf að greiða fyrir. Við ræddum að leita til félagsmann fyrir sjálfboðastarf í slíkt ef enginn styrkur fengist. Einhverjir möguleikar eru til staðar fyrir slíka styrki og við ætlum að skoða þá nánar, t.d. styrk frá Evrópu, Norrænu ráðherranefnd eða jafnvel að setja upp Karolina Fund til að fjármagna slíkt verk.
2. Forseti Íslands ferðast víða og er andlit landsins og upplýsingagjafi um stöðu okkar í umhverfismálum. Fundarmenn hafa áhyggjur af þeim upplýsingum sem hann flytur erlendis en oft er ekki rétt með farið eða ekki öll sagan sögð. Okkur langar að bjóða forseta nýjar og réttar upplýsingar.
3. Sveitastjórnarkosningar verða í vor og er ráð að spyrja þá sem ætla fram hvað þeir hyggjast gera í umhverfismálum. Þrýstingur þarf að vera til staðar fyrir fulltrúa almennings svo eitthvað breytist. Óskandi væri ef öll sveitarfélög tæku stór skref í þá átt að lágmarka umhverfissporið sem við skiljum eftir okkur.