Það er ansi merkileg og spennandi ráðstefna núna næstu daga í Háskóla Íslands og ALDA hvetur alla til að mæta og hlýða á. Ráðstefnan hefst upp úr klukkan níu í fyrramálið og henni lýkur á sunnudag.
Meðal þátttakenda í ráðstefnunni eru fjölmargir heimsþekktir fræðimenn og má þar m.a. nefna James S. Fishkin en hann er einn fremsti fræðimaður í heimi á sviði slembivals og þátttökulýðræðis.

Þess ber einnig að geta að Alda á fulltrúa í umræðupanel sem verður á laugardaginn frá kl. 10-12 í Öskju.  Dagskrá ráðstefnunnar má finna hér.

 

In/Equalities, Democracy and the Politics of Transition
–          Alþjóðaráðstefna um lýðræði, samfélagsáföll og pólitísk umbreytingaskeið

EDDA – öndvegissetur við Háskóla Íslands, í samstarfi við Raymond Aron Center for Sociological and Political Studies (CESPRA) við Institute of Advanced Studies in the Social Sciences í París (EHESS), standa að alþjóðlegri ráðstefnu sem ber heitið In/Equalities, Democracy, and the Politics of Transition. Ráðstefnan fer fram við Háskóla Íslands 10.-12. maí 2012, í Öskju stofu 132. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu ráðstefnunnar. Dagskrá ráðstefnunnar má nálgast hér.

Meginviðfangsefni ráðstefnunnar eru samfélagsáföll og pólitísk umbreytingarskeið með skírskotun til efnahagskreppunnar og stjórnmálaumrótsins sem sigldi í kjölfar hennar. Fjallað verður um lýðræði og íslenska stjórnlagaráðið/þingið; áhrif efnahagskreppunnar á kynjajafnrétti og velferðarkerfið; og pólitískar, samfélagslegar og menningarlegar tilraunir til að glíma við afleiðingar hrunsins og kreppunnar á Íslandi og erlendis.

Markmiðið er að leiða saman fræðimenn á sviðum stjórnmála- og kynjafræði, heimspeki, sagnfræði, bókmenntafræði og lögfræði til að ræða félagsleg umbreytingar- og endurreisnarskeið í þverþjóðlegu samhengi. Meðal spurninga sem velt verður upp á ráðstefnunni eru: Hvaða viðmið eiga að gilda um stjórnarskrárgerð með skírskotun til vinnu stjórnlagaráðs? Geta tilraunir á sviði þátttöku- og rökræðulýðræðis komið að gagni í íslenskri þjóðfélagsumræðu? Hvaða árangri hafa rökræðukannanir (deliberative polls) og þátttökufjárlög (participatory budgeting) skilað? Hver er reynslan af almenningsþátttöku í slíkum ákvarðanaferlum og tilraunaverkefnum á alþjóðavettvangi og á Íslandi? Má líkja hruninu á Íslandi við samfélagsáföll í öðrum ríkjum eftir byltingar eða stríð? Á að bregðast við samfélagsáföllum og „fortíðarvanda þjóða“ með því að fara dómstólaleiðina og saksóknum og/eða með sannleiks- og sáttanefndum. Úr hvaða jarðvegi spretta mótmælahreyfingar og hvaða áhrif hafa þær haft á samfélags- og stjórnmálaþróun? Loks verður spurt um áhrif hrunsins á Íslandi á þjóðernisorðræðu, sjálfsmyndir og menningarpólitík. Ráðstefnan er enn fremur skipulögð í því augnamiði að hvetja til samræðu milli fræðasamfélagsins og almennings um samfélagslegt og hugarfarslegt endurmat og uppbyggingu innan lands og utan.

Á ráðstefnunni koma saman fjöldi heimsþekktra fræðimanna. Á meðal þeirra eru:

  • ·         Jon Elster, The Robert K. Merton Professor of Social Sciences, Columbia University, and Professeur Titulaire, Collège de France.

Icelandic Constitution-Making in a Comparative Perspective

  • ·         Ruti Teitel, Ernst C. Stiefel Professor of Comparative Law, New York Law School
    Transitional Justice Genealogy
  • ·         Bernard Manin, Professor of Political Science, EHESS and New York University:
    Political Accountability and Criminal Proceedings
    •  

    • ·         Lucy Allais, Associate Professor of Philosophy, University of Sussex and the University of the Witwatersrand:

    Restorative Justice, Retributive Justice, and the South African Truth and Reconciliation Commission

    • ·         Sylvia Walby, Distinguished Professor of Sociology, Lancaster University:

    In What Way a Transition? Examining Political Responses to the Financial Crisis Using a Gender Lens

    • ·         James S. Fishkin, Professor of Communication and Political Science, Stanford University:

    Making Deliberative Democracy Practical: Reflections on Deliberative Polling

    • ·         Helene Landemore, Assistant Professor of Political Science, Yale University:

    Deliberation, Cognitive Diversity, and Democratic Inclusiveness: An Epistemic Argument for the Random Selection of Representatives

    Að ráðstefnunni standa EDDA – öndvegissetur, Institute of Advanced Studies in the Social Sciences í Paris (EHESS), Reykjavíkurborg, innanríkisráðuneytið, Háskólinn á Bifröst, Hugvísindasvið Háskóla Íslands, og franska sendiráðið á Íslandi.