Ályktun um forsetakosningarnar.

Alda, félag um sjálfbærni og lýðræði, telur rétt að forsetaembættið verði lagt niður. Sú hugmynd að fela einum einstaklingi umfangsmikil völd, eins og gert er í núgildandi stjórnarskrá og tillögum stjórnlagaráðs, er fremur í anda konungsveldis en lýðræðis. Embættið er í raun arfur frá eldri samfélagsgerð sem engin ástæða er til að draga lengra inn í framtíðina. Félagið telur að almenningur, sem er valdhafinn í lýðræðisríki, eigi að hafa þau tæki og tól sem þarf til þess að hafa eftirlit með fulltrúum sínum á þingi og tryggja sátt um stærri ákvarðanir. Mikilvægt sé að heimildir til þess að færa ákvarðanir í þátttökuferli og slembivalsþing standi almenningi til boða, sem og leiðir til að boða til almennra atkvæðagreiðsla um mál, sem lokaúrræði. Þó er fagnaðarefni hversu margir frambjóðendur til forsetaembættisins hafa gert lýðræðið að sínu helsta áherslumáli.

Ályktunin var afgreidd á stjórnarfundi í júní 2012.

2 Thoughts to “Forsetakosningar”

  1. […] mitt af mörkum í þá hít. Og geri ráð fyrir að kjósa Þóru þó að ég taki undir með ályktun Öldu, sem telur rétt að forsetaembættið verði lagt niður. This entry was posted in […]

  2. […] sjálfbærni ályktaði um forsetakosningarnar í byrjun júní og komst að niðurstöðu ( sjá hér) að best væri að leggja embættið niður. Mér finnst það áhugaverður vinkill á […]

Comments are closed.