Undanfarið hefur farið fram nokkur umræða um lýðræðislegar skyldur fjölmiðla í tengslum við forsetakosningarnar. Alda minnir á að ekki hafi farið fram endurskoðun og umbætur á fjölmiðlum hérlendis í kjölfar hrunsins þrátt fyrir að t.d. fjölmiðlafræðingar og höfundar rannsóknarskýrslu Alþingis hafi bent á að þeir hafi brugðist skyldum sínum. Því er mikilvægt að fjölmiðlar verði endurskipulagðir. Alda telur nauðsynlegt að fjölmiðlar verði lýðræðisvæddir þannig að hver starfsmaður hafi eitt atkvæði. Vandi fjölmiðla felst að stórum hluta í hagsmunatengslum við fjármagn og/eða stjórnmál og hagsmunasamtök. Með valddreifingu innan fjölmiðilsins er að stórum hluta girt fyrir þann vanda. Dæmi eru um slíka fjölmiðla sem hafa verið reknir áratugum saman með lýðræðislegum hætti, t.d. Associated Press, frá 1846, og New Internationalist.
Alda hefur einnig áhuga á því að stofna í haust sérstakan málefnahóp um fjölmiðla. Áhugasamir um að taka þátt í hópnum eru hvattir til að senda okkur póst (solald@gmail.com).
Ályktunin var afgreidd á stjórnarfundi í júní 2012.