Fundur í málefnahópi um lýðræðislegt hagkerfi verður, mánudaginn 6. desember, kl. 20:30 í Hugmyndahúsinu (Grandagarði 2). Allir velkomnir.
Nánar um hópinn:
Lýðræðislegt hagkerfi. Hópurinn fjallar um lýðræði á sviði viðskiptalífsins, atvinnulífsins og fyrirtækjanna. Grundvöllur samvinnureksturs hérlendis skoðaður sérstaklega. Safnað saman upplýsingum um samvinnurekstur og umgjörð fyrir lýðræðisleg fyrirtæki erlendis. Leiða leitað til að fjölga lýðræðislegum fyrirtækjum hérlendis og auka lýðræði á sviði efnahagslífsins.
Tillögur að efni: After Capitalism (David Schweickart) og Envisioning Real Utopias – kafli 7 (Erik Olin Wright).
Hópstjórar: Björn Þorsteinsson, Helga Kjartansdóttir, Ingólfur Gíslason og Sólveig Alda Halldórsdóttir.
Næstu fundir málefnahópa:
Stjórnlagaþingshópur – þriðjudaginn 7. desember
Lýðræði á sviði stjórnmálanna – miðvikudaginn 8. desember
Sjálfbært hagkerfi – fimmtudaginn 9. desember
Allir fundirnir hefjast kl 20:30 og eru haldnir í Hugmyndahúsinu (Grandagarði 2).