Stofnaðir hafa verið fjórir málefnahópar í félaginu sem allir halda sínu fyrstu fundi í næstu viku. Hópurinn um lýðræðislegt hagkerfi ríður á vaðið mánudaginn 6. desember kl. 20:30 í Hugmyndahúsinu. Fundirnir eru öllum opnir og félagsmenn hvattir til að taka þátt. Ef fólk hefur áhuga á að starfa í fleiri en einum hóp er það velkomið.
Fundir málefnahópa:
Lýðræðislegt hagkerfi – mánudaginn 6. desember
Stjórnlagaþingshópur – þriðjudaginn 7. desember
Lýðræði á sviði stjórnmálanna – miðvikudaginn 8. desember
Sjálfbært hagkerfi – fimmtudaginn 9. desember
Allir fundirnir hefjast kl 20:30 og eru haldnir í Hugmyndahúsinu (Grandagarði 2).
Nánari upplýsingar um málefnahópana:
A. Sjálfbært hagkerfi. Hópurinn fjallar um sjálfbærnihugtakið og hvernig megi breyta hagkerfinu. Skoðaðar verði hugmyndir um nýja hagfræði (New Economics) og umhverfishagfræði. Á undanförnum áratugum hefur komið fram margvísleg gagnrýni á hagkerfi og hagfræði, þ.á.m. að drifkraftar hagkerfisins (hagvöxtur, gjaldeyrismál, opinber stefnumótun) leiði til ósjálfbærni og minnkandi velmegunar fyrir stóran hluta almennings. Hópurinn mun fara yfir þá gagnrýni og vinna tillögur að umbótum á hagkerfinu sem miðar að því að það grundvallist á sjálfbærni og velmegun fyrir alla.
Tillögur að efni: Prosperity Without Growth (Tim Jackson), The New Economics – A Bigger Picture (David Boyle og Andrew Simms), After Capitalism (David Schweickart).
B. Lýðræðislegt hagkerfi. Hópurinn fjallar um lýðræði á sviði viðskiptalífsins, atvinnulífsins og fyrirtækjanna. Grundvöllur samvinnureksturs hérlendis skoðaður sérstaklega. Safnað saman upplýsingum um samvinnurekstur og umgjörð fyrir lýðræðisleg fyrirtæki erlendis. Leiða leitað til að fjölga lýðræðislegum fyrirtækjum hérlendis og auka lýðræði á sviði efnahagslífsins.
Tillögur að efni: After Capitalism (David Schweickart) og Envisioning Real Utopias – kafli 7 (Erik Olin Wright).
C. Lýðræði á sviði stjórnmálanna. Hópurinn fjallar um lýðræði á sviði ríkisvaldsins og sveitarfélaganna. Ræddar verða leiðir til þess að dýpka lýðræðið með því að færa ákvarðanir nær fólkinu. Sérstaklega verða skoðaðar leiðir til þess að innleiða beint lýðræði og þátttökulýðræði.
Tillögur að efni: Envisioning Real Utopias – kafli 6 (Erik Olin Wright), Asoociations and Democracy (Joshua Cohen og Joel Rogers), Deepening Democracy (Archon Fung og Erik Olin Wright).
D. Stjórnlagaþingið. Hópurinn fjallar um ferlið fram að kosningum til stjórnlagaþings og koma með tillögur að betrumbótum. Einnig mun hópurinn vinna tillögur að breytingum á stjórnarskránni fyrir stjórnlagaþingið.