Fundur málefnahóps um lýðræðisvæðingu stjórnmálanna sem var þann 14. apríl síðastliðinn.

Mættir: Hjalti Hrafn, Kristinn Már, Íris Ellenberger og Morten Lange.

Rætt var um samskipti Öldu við allsherjarnefnd og íhugað hvort tilefni væri til aðgerða. Morten vakti athygli á því að hann hefði lesið nefndarskýrslur frá Norður-Írlandi og sagði að þær hefðu verið mjög ítarlegar. Ákveðið að fylgja málinu eftir og að Kristinn Már myndir skrifa smá texta um málið.

Fyrsta verkefni hópsins verður að kynna tillögur félagsins til stjórnlagaráðs. Ákveðið að halda málþing 30. Apríl næstkomandi frá 14-16.

Staðsetning: HÍ (Íris kannar) – RA til vara.

Drög að dagskrá

• Fulltrúi Öldu kynnir stefnu
• Viðbrögð: Páll Skúla (Björn) + tveir stjórnlagaráðsmeðlimir
• Texti útdráttur á fjölmiðla – fréttatilkynning (Kristinn)
• Auglýsingar: Facebook og fréttatilkynningar, tölvupóstur, Stjórnarskrárfélagið, Húmanistaflokkurinn, stjórnmálaflokkarnir, (Sólveig)
• Aðlaga grein og senda út í vikunni fyrir fundinn.
• Senda stjórnlagaráðstillögur á ráðsmennina sjálfa
• Senda fundinn út á netinu?

Kynna stefnu félagsins – vantrauststillaga á stjórnmálakerfið (búið að samþykkja hana undanfarin ár) – nú tíminn til að prófa eitthvað nýtt því allt er í rugli – lesendagrein

Önnur mál

Morten, vakti athygli á því að Elster sem hélt erindi í HÍ daginn fyrir fund væri á móti algjöru gagnsæi. Íris vakti athygli á því að hann væri ekki að hugsa um kerfisbreytingar. Kristinn Már benti á að ólíklegt væri að fyrst yrðu allir góðir í umræðum og lýðræðislega sinnaðir og svo kæmum við á umræðustjórnmálum og beinu lýðræði heldur einmitt öfugt að þetta sé eitthvað sem fólk læri með því að taka þátt í ferlinu.

Rætt um mat á umhverfisáhrifum og skort á kerfisbreytingum.

Fundarmenn sammála um að það ætti að hætta að búa til pylsur.

Fundi slitið kl. 22.01