Aðalfundur Öldu verður haldinn laugardaginn 15. október 2011 og hefst hann kl. 13.00. Fundarstaður er Grasrótarmiðstöðin að Brautarholti 4. Allir velkomnir.

Þennan sama dag er alþjóðlegur baráttudagur fyrir lýðræði og félagið stefnir á að ganga beint eftir fund niður í bæ og taka þátt í viðburðum og láta í sér heyra! Nánari upplýsingar bráðlega.

Dagskrá fundar er skv. lögum félagsins

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Framlagning reikninga
  3. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga
  4. Lagabreytingar
  5. Umræður og afgreiðsla ályktunar félagsins og samþykkt áherslna í starfsemi félagsins á milli aðalfunda.
  6. Kosning stjórnar
  7. Önnur mál.

Minnum á að lagabreytingartillögur þurfa að berast félaginu í tíma fyrir aðalfund. Þegar hafa verið lögð fram drög að lagabreytingatillögum og eru aðgengileg á vefnum. Drögin voru rædd á opnum stjórnarfundi þann 4. október. Vinsamlegast kynnið ykkur þær. J

Allir sem hafa áhuga eru hvattir til þess að bjóða sig fram til stjórnarsetu og um leið minnum við á að láta vita í tíma svo hægt sé að kynna frambjóðendur á vefsvæði. Framboð skulu send á solald@gmail.com og innihalda upplýsingar um nafn og kennitölu auk upplýsinga til kynningar. Tekið er á móti framboðum fram að setningu aðalfundar.

Einnig hvetjum við þá sem hafa áhuga á að taka þátt í starfinu til þess að skrá sig í félagið.