Guðni Karl Harðarson skrifar:  Undanfarin ár hafa stjórnvöld markað þá stefnu að setja í gang atvinnustarfsemi sem byggist mest á verkefnum sem eru þess valdandi að eyðileggja lífríkið, náttúruna og landið okkar. Þannig hafa verið sett í gang ýmis verkefni sem snúa að því að breyta landinu með álverum og virkjunum hér og þar um landið. Flest öll verkefni hafa snúist um kröfuna um að græða sem mest og með því geta sagst  hafa veitt fullt af fólki atvinnu við að setja verkefnin í gang.  Margar þær aðgerðir hafa verið á kostnað landsins okkar með eyðileggingu á náttúrunni og ofnotkun af lífríkinu þar sem litlu er skilað til baka. Hámarks ágóði hefur því verið krafan hvað sem það kostar, á kostnað landsins, með þeirri mengun sem því fylgir og lífríkið hefur skaðast mikið. Svo ekki sé nú talað um áhrifin af afrakstrinum sem í mörgum tilfellum getur haft enn skaðlegri áhrif á lífríki alls heimsins sem veldur því að mengun berst á milli heimsálfa, bæði með lofti og hafstraumum.

Í stað þess væri hægt að byggja grunn á því að setja í gang fjölverkefni sem færa sig í áttina að allri þeirri tengingu til landins þannig að almenningur njóti þeirra verkefna sem sett væru í gang í sameiningu og án eyðileggingar. Öll þau verkefni sem unnið væru að yrðu þannig tengd saman með sérstökum líffræðilegum grunni þar sem allir þættir lífsins koma inn þar sem þess er kostur.  Allt miðast að því að tryggja að lífríkið yrði óskemmt eftir. Og öllu sem tekið væri úr því skilað aftur með samlegðar auknum áhrifum. Með uppbyggingu í stað eyðileggingu að leiðarljósi. Allir njóta.

Sjálfbærni er þannig uppbyggingarverkefni sem unnið er með sameiginlegum ágóða samfélagsins og lífríkisins að leiðarljósi. Tengjast þannig saman með ákvarðanatökum af fólkinu sem kemur sameiginlega að vinnu verkefnana. En að setja í gang sjálfbæra þróun er þannig ekki eitt verkefni sem er unnið að, heldur sífelld endurtekin vinna þeirra sem koma þar að. Það er einmitt kraftur og hugvit mannfólksins sem á að vinna að því að snúa við þeirri hræðilegu öfugþróun sem hefur viðgengist í öllum heiminum. En það er að taka af lífríkinu án þess að gefa til baka.

Í reynd hefur Ísland stórkostleg tækifæri til að setja í gang verkefni sem byggja á vistvænum grunni og á sjálfbærri þróun. En það má gera með því að hvert svæði landsins fyrir sig vinnur sameiginlega að framgangi alls svæðisins.

En sjálfbærni er alls ekki eitt verkefni sem sett væri í gang. Og heldur ekki verkefni sem sett eru í gang fyrir hvert þorp fyrir sig. Heldur starfsemi þar sem fólk kemur saman að lífsins starfi og leik í sameiginlegu samfélagi fólks þar sem við sjálf getum bæði tekið, notið og gefið til baka. Samfélagi þar sem fólk kemur inn í og fer aftur til baka til síns heima. Þannig fylgjast að bæði störf og leikir að sem samtenging inn í allt líf fólks. Kraftur fólks til að nýta hugaraflið til að setja í gang fjölfærniverkefni sem tengja þessa lífsþætti saman. Verkefnin eru þannig samtvinnuð fyrir allt svæðissamfélagið. Þannig má vinna saman að verkefnum á sviði ferðamála, landbúnaðar, nýsköpunar og öll hugsanleg verkefni sem hægt væri að setja í gang sem tengjast vistvænu samfélagi. Atvinnustefnan væri þannig sameiginleg fyrir heilt svæði. Þannig geta aðilar komið inn með eigin starfsemi eins og að bjóða til sölu sér-íslenskar vöur og handverk frá einstaklingum og kynningar á vörum tengdum landbúnaði, sem og kynningar og sala á starfsemi í ferðamálum.

Að verkefnum til sjálfbærni getur fólk komið saman inn í sérstaka lýðræðisstöð þar sem fólk vinnur sameiginlega að sýnum eigin framgangi og framgangi heildarinnar. Þessi stöð væri þannig staðsett inni í sjálfu svæðissamfélaginu. Þangað getur fólk komið inn með eigin hugmyndir og kynnt þær fyrir samfélag svæðisins.

Þannig væru Sjálfbærniþorp grunnurinn að því að við gætum unnið saman að vistvænum uppgangi Íslands. Þar sem allir þessir þættir haldast í hendur. Unnið yrði þannig að sameiginlegum áætlunum sem byggja upp þennan grunn. Vistvænar áætlanir fyrir allt svæðið. Sjálfbærni sem allir gætu notið.