Næstkomandi miðvikudagskvöld, 7. desember, munu Hreyfingin og Borgarahreyfingin í samvinnu við Öldu og Stjórnarskrárfélagið, halda opinn fund um frumvarp stjórnlagaráðs.
Fundurinn verður í Grasrótarmiðstöðinni að Brautarholti 4 og hefst klukkan 20.00 og stendur til 22.00.

Dagskráin er svohljóðandi:

1. Friðrik Þór Guðmundsson, samvinna Borgarahreyfingarinnar og Stjórnarskrárfélagsins

2. Illugi Jökulsson og Þorvaldur Gylfason, frumvarp stjórnlagaráðs og störf A nefndar, málið almennt, forsagan og framhaldið

3. Fyrirspurnir og umræður, í panel verða framsögumenn auk Margrétar Tryggvadóttur, fulltrúa Hreyfingarinnar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis

Jólabókin í ár, frumvarp Stjórnlagaráðs í vasabrotsútgáfu Daða Ingólfssonar, verður til sölu á staðnum

Björn Þorsteinsson frá Öldu verður fundarstjóri.

Hér er viðburðurinn á facebook. Endilega dreifið sem víðast.