Fundur settur kl. 20:40 þann 12. desember 2011 í Grasrótarmiðstöðinni. Mættir voru Guðmundur D. Haraldsson (er skrifaði fundargerð) og Birgir Smári Ársælsson.

1. Rætt um framkomnar röksemdir (í greinum) fyrir styttingu vinnudags, þær sem varða að fjölga starfsfólki í vinnu, þrátt fyrir styttinguna. Helsti galli þeirra er að þær byggja á hagvexti. Rætt um að vinna þurfi úr því einhvernveginn, hagvöxtur eigi ekki að vera lykilatriði. Nefnt að í Svíþjóð var stytting vinnudags gerð, einkum til að búa til fjölskylduvænna samfélag.

2. Rætt um tryggða lágmarks framfærslu (universal basic income). Eitthvað rætt um hvort svoleiðis geti mögulega orðið til þess að “taka til” í hagkerfinu. Engin niðurstaða.

3. Skipulag. Hvernig er best að koma styttingu vinnudagsins á dagskrá þeirra sem raunverulega hafa eitthvað um það að segja. Þörf á að búa til verkáætlun, þar sem verkalýðsfélög eru m.a. virkjuð.

Fundi slitið kl 21:30.