Fundur settur kl 20:40 í Grasrótarmiðstöðinni
Mættir voru: Júlíus Valdimarsson, Guðmundur Haraldsson, Kristinn Már Ársælsson, Þórarinn Einarsson
Fundaritari: Þórarinn Einarsson
Rætt var um eftirfarandi markmið og tilgang með styttingu vinnuviku:
– Að njóta lífsins
– Að draga úr þreytu (eigum heimsmet í vinnu/vinnuþreytu)
– Að draga úr vinnuálagi almennt
– Að draga úr framleiðslu
– Að draga úr atvinnuleysi (dreifa vinnunni)
– Að mæta almennum óskum fólks um styttingu vinnutíma
– Að auðveldlega má ná sömu afköstum á mun styttri vinnutíma
Rætt var um fyrirliggjandi staðreyndir og kannanir um viðhorf gagnvart styttingu vinnutíma:
– Frá 2008 hefur vinnutími á Íslandi hefur aðeins minnkað um 56 klukkustundir (7 vinnudaga) frá 1980.
– Íslendingar eiga heimsmet í atvinnuþátttöku og vinnuþreytu.
– Í könnun hefur komið fram að:
42% vilja styttingu vinnutíma.
70% vilja meiri tíma með fjölskyldunni.
18% vilja vinna meira.
71% vilja sömu tekjur fyrir sömu vinnu.
10% vilja meiri tekjur fyrir meiri vinnu.
19% vilja meiri tekjur fyrir minni vinnu.
– Almennt má ná fram breyttum og hagkvæmari starfsháttum með því að þrýsta á styttingu vinnutímans.
– Þá mætti ná fram verulegri verðmætaaukningu, vinnusparnaði og betri nýtingu með óhefðbundum aðferðum eins og svokallaðri „bílskúrsmarkaðsvæðingu“ þar sem fólk er hvatt til þess að tæma geymslur sínar og koma vannýttum munum á markað. Jafnvel mætti taka upp sérstakan gjaldmiðil fyrir slíka nytjamarkaði.
Rætt sérstaklega um þörf á að breyta fjármálakerfinu:
– Mjög mikilvægt er að breyta fjármálakerfinu þar sem stór hluti af vinnuþörf fólks er vegna mikils fjármagnskostnaðar (beins og óbeins).
– Ef hægt er að lækka fjármagnskostnað (húsnæðis-/vaxtakostnað) fólks munu margir (sbr. könnun) vilja styttingu vinnutíma.
Rætt um aðgerðaráætlun:
– Þurfum að fullbúa plagg til kynningar á þörfinni um styttingu vinnutíma.
– Þurfum að koma slíku plaggi inn í þjóðfélagsumræðuna.
– Þurfum að hafa samband við hina ýmsu fulltrúa aðila vinnumarkaðarins: verkalýðsforingja, stjórnir verkalýðsfélaga, ritstjóra tímarita verkalýðsfélaga (t.d. ‘Vinnan’).
– Einnig tilvalið að hafa samband við þingmenn, sveitarstjórnarmenn, starfsmannastjóra og trúnaðarmenn.
– Þá var nefnd sú hugmynd að fá grasrótina til þess að yfirtaka 1. maí með kröfunni um styttingu vinnutíma. Hún mætti t.d. koma sterklega fram á kröfuspjöldum og hjá ræðumönnum.
Fundi var slitið kl. 22:00