Fundargerð – Lýðræðislegt hagkerfi – 17. janúar 2012

Fundur settur 20:30 í Grasrótarmiðstöðinni

Fundinn sátu: Sólveig Alda Halldórsdóttir, Júlíus Valdimarsson, Hjalti Hrafn Hafþórsson, Guðni Karl Harðarson, Helga Kjartansdóttir og Kristján Guðjónsson.

Fundarstjóri var Sólveig Alda og ritari var Helga.

Fundarskrá:  Aðeins eitt mál var á dagskrá, en það var áframhaldandi undirbúningur á gerð nýrra starfsmanna-samvinnufélagalaga, sem leggja skal fyrir þingmenn.

Fundurinn hófst á umræðu um það nákvæmlega hvaða gögn varðandi starfsmanna-samvinnufélög skuli leggja fyrir á fundi með þingmönnum.

Ákveðið var að Sólveig Alda muni taka að sér að útbúa lista með þeim gögnum. Listinn verður svo settur inn á Podio vefsvæði sem Helga tekur að sér að stofna og sendir á meðlimi málefnahópsins. Á vefsvæðinu munu allir meðlimir geta sett inn það efni sem þeir hafa fundið til, ásamt því að útdeila og skipta með sér verkefnum sem þarfnast frekari vinnu.

Í kjölfarið skapaðist umræða um það hvernig starfsmanna-samvinnufélög geta fjármagnað sig. Þetta er atriði sem fundargestir álitu að rétt væri að hafa með í gögnumum. Velvilji samfélagsins gagnvart starfsmanna-fyrirtækjum er nauðsynlegur til þess að þau fái þryfist. Kanna þarf hvað það er í Bresku Kólembíu í Kanada sem styður við samvinnuhreyfingina, þ.e. skoða þarf regnbogasambandið og svo hvernig ríkið styður við bakið á þeim. Helga tók að sér að skoða þetta betur.

Verkalýðshreyfingin kom til tals og mikilvægi þess að hún byrjaði að sinna málefnum sem þessum, þ.e. lög um starfsmanna-samvinnufélög. Fundargestir voru sammála um að það er seinnitíma verkefni hjá Öldu að banka uppá hjá verkalýðsfélögunum.

Því næst var mælst til að kíkt verði á lög fleiri samvinnufélaga fyrir fundinn með þingmönnunum.

Að lokum var rætt um hvernig væri best að setja gögnin fram á sannfærandi máta. Sólveig lagði til að við myndum leggja áherslu á að 2012 sé ár co-op hjá Sameinuðuþjóðunum. Júlíus lagði til að nýttar væru heimildir, á borð við skýrslu ILO (ilo.org) sem sýnir að samvinnufélög eru áræðanlegri en önnur fyrirtæki. Helga lagði til að gögnin væru sett fram á skýran og aðgengilegan máta. Allmennt voru fundargestir sammála um að hafa pakkan einfaldan og sannfærandi.

Ákveðið var að halda áfram vinnunni á netinu að sinni og var því beðið með að ákveða næsta fund hjá málefnahópnum.

Fundi var slitið kl. 10:00