Umhverfis- og samgöngunefnd hefur óskað eftir umsögn frá Öldu um  frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (fjöldi sveitarstjórnarfulltrúa og efling íbúalýðræðis), 258. mál. Málið verður rætt á fundi málefnahóps um lýðræðisvæðingu stjórnmálanna næstkomandi þriðjudag.

Alda hafði áður sent umsögn vorið 2011 vegna frumvarps um breytingar á sömu lögum sem þá voru í bígerð.

Nýlega óskaði utanríkismálanefnd Alþingis eftir umsögn frá Öldu vegna þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að NATO. Alda sendi inn umsögn og hefur nefndin óskað eftir því að fulltrúar Öldu komi á fund nefndarinnar næstkomandi þriðjudag.