Utanríkismálanefnd Alþingis óskaði umsagnar félagsins vegna tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu (NATO). Alda sendi eftirfarandi umsögn.
Alda – félag um sjálfbærni og lýðræði fagnar tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. Þjóðaratkvæðagreiðslur eiga að vera sjálfsagður og eðlilegur hlutur í lýðræðislegu samfélagi. Aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu er mál þar sem þjóðaratkvæðagreiðslu leiðin á einkar vel við. Alda vill þó leggja áherslu og benda á eftirfarandi atriði:
Það er mikilvægt að þjóðaratkvæðagreiðslan sé bindandi en ekki ráðgefandi. Þjóðin er æðsti valdhafi landsins og fer ekki með ráðgefandi vald gagnvart kjörnum fulltrúum sínum.
Einnig er mikilvægt að vel sé staðið að kynningu á efninu og að upplýst umræða fari fram áður en gengið er til kjörborðs. Óháðir aðilar ættu að standa að kynningu svona mála og vill Alda sérstaklega benda á slembival sem aðferð til að velja fulltrúa í óháðar nefndir.