Stjórnarfundur verður þriðjudaginn 6. mars kl. 20:30 í Grasrótarmiðstöðinni, Brautarholti 4. Allir velkomnir – eitt atkvæði á mann.

Dagskrá

  1. Ályktun um styttingu vinnutíma
  2. Lýðræðisleg fyrirtæki
  3. Lýðræðislegir stjórnmálaflokkar
  4. Kynning á starfi hópa og forgangsröðun verkefna
    1. Lýðræðislegt hagkerfi
    2. Lýðræðisvæðum stjórnmálin
    3. Stytting vinnutíma
    4. Lýðræðisvæðing menntakerfisins
    5. Sjálfbærni
  5. Vefur Öldu á íslensku og ensku
  6. Þjóðaratkvæðagreiðsla um NATO
  7. Umsögn um frumvarp til sveitarstjórnarlaga
  8. Önnur mál

Stjórnarfundir eru ávallt haldnir fyrsta þriðjudag í mánuði hverjum. Allir fundir hjá Öldu eru öllum opnir. Innan Öldu er notast við samhljóða ákvarðanatöku (e. consensus) eins og frekast er kostur, annars er eitt atkvæði á mann.