Boðað er til vinnufundar um styttingu vinnudags mánudaginn 2. apríl.
Umræðuefnið er hvaða stéttarfélög á að hafa samband við til að kynna
hugmyndir okkar. Einnig hvort og þá hvaða stjórnmálamenn á að ræða við
um það sama. Hugmyndir um kynningu í fjölmiðlum.
Félagið hefur samþykkt ályktun um styttingu
vinnudags og verður unnið út frá henni í allri kynningu.
Fundurinn verður haldinn í Grasrótarmiðstöðinni (Brautarholti 4) og
hefst klukkan 20:05.
Allir fundir hjá Öldu eru öllum opnir. Allir sem vilja vinna minna eru hvattir til að mæta. Notast er við samhljóða ákvarðanatöku (e. consensus) en að öðrum kosti eitt atkvæði á mann. Allir geta tekið þátt, allir geta lagt hönd á plóg. Umsjónarmaður hópsins er Guðmundur D. Haraldsson.