Tillögur Öldu um styttingu vinnudags hafa hlotið góðan hljómgrunn hjá stéttarfélögunum. Nokkrir fundir hafa verið haldnir og eru fleiri framundan.

Tillögurnar voru á dögunum teknar fyrir hjá Stéttarfélagi bókasafns- og upplýsingafræðinga. Stéttarfélagið beindi því Bandalags háskólamanna að halda félagsfund um málið. Bandalag háskólamanna er regnhlífarsamtök 25 félaga. Var enn fremur hvatt til að Alda væri með fulltrúa á fundinum.

Þetta eru afskaplega góð tíðindi fyrir málstaðinn og vonandi að vindi upp á sig í framhaldinu.