Fundargerð

Fundur í málefnahópi um lýðræðislegt menntakerfi 11. september 2012

Fundur var settur kl 20:00
Fundinn sátu: Birgir Smári, Hjalti Hrafn, Kolbrún (skóla- og frístundasvið), Kristín (leikskólastjóri á Garðaborg)
Fundargerð ritaði: Hjalti Hrafn Hafþórsson

Í sumar héldu fulltrúar Öldu fyrirlestur um lýðræðislegt menntakerfi á starfsdegi leikskólastjóra. Kolbrún og Kristín komu til að ræða áframhaldandi vinnu út frá þeim hugmyndum sem voru ræddar þar. Það var rætt um áætlanir um starfið á Garðaborg og Múlaborg í vetur þar sem á að fá kennara, foreldra og nemendur til að skipuleggja skólastarfið á lýðræðislegum vettvangi. Rætt var um praktísk atriði eins og hvernig best væri að halda og skipuleggja ákvarðanatökufundi, hvernig mætti koma lýðræðislega að peningamálum skólans og ársáætlun skólans, hvað væri viðeigandi að taka fyrir í lýðræðisferlum og hvað ekki, o.s.frv.
Allir voru sammála um að það væri til staðar góður grunnur fyrir samstarf Öldu og leikskóla og það samstarf mun halda áfram í haust með kynningu og fyrirlestrum og í vetur þegar reynsla er komin á lýðræði innan skólanna.

Ákveðið var að halda fund menntahóps Öldu að lágmarki einu sinni í mánuði, annan þriðjudag hvers mánaðar.

Ákveðið var að klára formlega stefnu Öldu í menntamálum fyrir fund í nóvember og stefnt að því að kynna og vinna þeirri stefnu fylgi eftir áramót. Drögin að stefnunni eru sem stendur fyrirlesturinn sem Hjalti hélt á starfsdegi Félags leikskólastjóra.

Rætt var stuttlega um sýn umboðsmanns barna og innanríkisráðuneytisins á lýðræði. Fundarmenn ætla að reyna fyrir næsta fund að hugsa upp sniðuga leið til að kynna barnalýðræði á ráðstefnu innanríkisráðuneytisins um lýðræði 10. nóvember .

Fundi var slitið 21:40.