Ályktun samþykkt á stjórnarfundi Öldu, 2. október 2012:

Samkvæmt útreikningum New Economic Foundation í Bretlandi eru nú 50 mánuðir þar til styrkleiki gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti Jarðar fer yfir þau mörk þannig að ólíklegt sé að hægt verði að koma í veg fyrir veruleg áhrif loftslagsbreytinga. Takist ekki að draga verulega úr losun fyrir þann tíma er stutt í að meðalhitastig á Jörðinni hækki um 2°C sem mun hafa alvarleg áhrif á lífríkið.

Því miður hafa stjórnmálamenn á Vesturlöndum ekki tekið málið nægilega föstum tökum en mikil vakning er meðal almennings. Alda skorar á íslensk stjórnvöld að láta til sín taka í þessum efnum.

Nauðsynlegt er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem og ósjálfbærri framleiðslu og neyslu. Gríðarleg tækifæri felast í því að byggja upp heilbrigðari samfélög sem grundvallast á auknum lífsgæðum í stað síaukinnar neyslu á vörum. Þeir þættir sem eru líklegastir til að auka lífsgæði, s.s. aukinn tími með fjölskyldu og vinum, þátttaka í samfélaginu, ósnortin náttúra, heilnæmt umhverfi og aukinn jöfnuðu eru einmitt líklegir til þess að draga sömuleiðis úr álagi á umhverfið.

Skýrsla New Economic Foundation

Grein eftir Andrew Simms (NEF)