Næstkomandi fimmtudag, 4. október verða tveir stjórnarmenn slembivaldir úr hópi félagsmanna í samræmi við lög félagsins. Ákveðið var á stjórnarfundi í kvöld að slembivalið yrði framkvæmt fyrir opnum tjöldum með hugbúnaði í tölvu.

Samkvæmt lögum félagsins skal slembivalið notað til jöfnunar á hlut kynja í stjórn félagsins. Því verður slembivalið í tveimur hlutum, fyrst úr hópi kvenna í félaginu, og svo úr hópi allra félagsmanna.

Félagsmönnum hefur gefist færi á að segja sig frá því að vera með í valinu og geta félagsmenn sent tölvupóst þess efnis á solald hjá gmail.com.

Slembivalið verður framkvæmt í Brautarholti 4 kl. 20. Allir velkomnir.