Fundur var settur kl 20:36
Fundinn sátu: Birgir Smári, Hjalti Hrafn, Ingimar Waage og Ármann Halldórsson.

Fundargerð ritaði: Birgir Smári Ársælsson

Fundarsetningu var frestað um stund því nokkrir nemar í arkítekt gáfu sig á tal við okkur um efnahagsástandið á Íslandi.

Fundurinn hófst á smá umræðu um nýliðna menntakviku og því næst kynnti Hjalti starfið í hópnum fyrir Ármanni sem var að koma á fyrsta fund sinn í hópnum.

Upp úr því hófust umræður á almennum nótum um lýðræðislegt menntakerfi og menntun á lýðræði.

Stungið var upp á því að að lokinni stefnumótun hópsins skuli verða send greinagerð til ráðuneytis um að ekki sé nóg að kenna lýðræði heldur þurfi að innleiða lýðræði í skólakerfið.

Einnig var stungið upp á því að fara í kynningarferðir í óhefðbundna skóla svo sem Waldorf.

Í lok fundarins var verið að velta fram hugmyndum hvað varðar muninn á fræðsluskyldu og skólaskyldu og hvort það myndi hafa þýðingu innan lýðræðislegs menntakerfis.

Var ákveðið að halda áfram með stefnumótunina heima og næsti fundur færi í að formfæra hana á blað.

Fundi var slitið. 21:50

Næsti fundur verður 13. nóvember og verða fundarboð send út þegar nær dregur.