Þann 10. nóvember næstkomandi verður ráðstefna um lýðræði með þátttöku Öldu. Meðal efnis verða fyrirlestrar um þátttökufjárhagsáætlunargerð í New York. Til að fjalla um þátttökulýðræði koma hingað á vegum Öldu tvær konur frá New York borg sem hafa reynslu af því. Þær heita Melissa Mark-Viverito, borgarfulltrúi í NYC, og Donata Secondo frá The Particapatory Budgeting Project.
ALDA tekur þátt í ráðstefnunni í samstarfi við Reykjavíkurborg, Umboðsmanni barna og Innanríkisráðuneytið. Ráðstefnan ber titilinn Lýðræði á 21. öld og verður viðfangsefnið þátttöku- og íbúalýðræði annars vegar og barnalýðræði hins vegar (sjá dagskrá hér að neðan). Ráðstefnan fer fram laugardaginn 10. nóvember og hefst klukkan 9.30. Hún er öllum opin og aðgengileg, ókeypis og verður send út á netinu á vefsvæðinu www.gaflari.is . Hún verður einnig rit- og táknmálstúlkuð.
Melissa Mark-Viverito hefur verið borgarfulltrúi í New York borg frá 2006 og situr í borgarráði fyrir Demókrata. Hún er fyrsta konan af rómönskum uppruna sem er kosin sem fulltrúi 8. svæðis borgarráðs, sem nær m.a. yfir Harlem. Melissa er ein þeirra borgarfulltrúa sem átti frumkvæði að innleiðingu þátttökufjárhagsáætlunargerðar í New York. Hún hefur alla tíð verið virk í samfélagsmálum og stofnaði t.d. samtökin Konurnar í El Barrio, sem styður og hvetur konur til að vera leiðandi á öllum sviðum samfélagsins. Meðal annarra áherslumála hjá henni má nefna baráttu fyrir aðgengi að félagslegu húsnæði. Hún er menntuð í stjórnmálafræði og opinberri stjórnun.
Donata Secondo heldur utan um starf Participatory Budgeting Project í New York borg við innleiðingu þátttökufjárhagsáætlunargerðar