Stjórnarfundur verður venju samkvæmt næstkomandi þriðjudag, 6. nóvember kl. 20 í Grasrótarmiðstöðinni. Stjórn Öldu er nú fullskipuð að loknu slembivali í síðasta mánuði. Sibeso Sveinsson og Anna Rún Tryggvadóttir komu þá inn í stjórnina og bjóðum við þær velkomnar.

Næstkomandi laugardag fer fram ráðstefna þar sem erlendis gestir koma á vegum Öldu og segja frá tilraunum með þátttökulýðræði í New York.

Nýlega var haldinn fundur þar sem rætt var um skipulag og verkefni Öldu í vetur.

Allir fundir Öldu eru öllum opnir. Vertu með!

Dagskrá

  1. Stytting vinnutíma – staðan
  2. Umsögn um frumvarp að nýjum upplýsingalögum
  3. Framkvæmdarvald
  4. Vefurinn – greinarskrif
  5. Ráðstefnur/fundir í vetur
  6. Þjóðfundur
  7. Önnur mál