Boðað er til fundar í málefnahópi um Alvöru lýðræði á sviði stjórnmálannna mánudaginn 19. nóvember kl. 20. Fundurinn verður haldinn í Grasrótarmiðstöðinni, Brautarholti 4.

Á fundinum verður farið yfir verkefni hópsins og aðgerðahópa hans. Nóg er af verkefnum og eru félagsmenn hvattir til þess að leggja hönd á plóg (sjá yfirlit yfir aðgerðahópa að neðan). Þá verða rædd mál sem eru til umfjöllunar á Alþingi og félagið hefur sent umsagnir um, s.s. um upplýsingalög og RÚV. Alda fór nýlega á fund eftirlits- og stjórnskipunarnefndar til að ræða frumvarp um breytingar á upplýsingalögum og verður sagt frá því.

Umsjónarmenn hópsins eru Björn Þorsteinsson og Kristinn Már Ársælsson.

Fundurinn er að sjálfsögðu opinn og allir sem vilja taka þátt eru hvattir til að mæta. Í Öldu er notast við samhljóða-ákvarðanatöku en allir hafa eitt atkvæði á mann.

Dagskrá

  1. Aðgerðahópar málefnahóps
    1. Real democracy now! – Vefsíðan – Kristinn Már. Verkefni þar sem safnað er saman efni um lýðræðisleg þátttökuferli, s.s. þátttökufjárhagsáætlunargerð  og slembivalsþingum. Hugmyndin er að vefsíðan nýtist almenningi, þeim sem innleiða slík ferli og vísindamönnum.
    2. Þjóðfundur – Munaðarlaus.
    3. Lýðræðisvæðing menntakerfisins – Birgir Smári
    4. Fjölmiðlar – Full fact. – Munaðarlaus
    5. Lýðræðisleg skipan stjórnmálaflokka og stefna í lýðræðismálum fyrir stjórnmálaflokka – Kristinn Már og Björn
    6. Alþjóðamál – Björn, Hjalti Hrafn og Sibeso. Málefni innflytjenda og flóttamanna. Tengsl við félög erlendis og fleira.
  2. Fundir á kosningavetri
  3. Upplýsingalög
  4. RÚV
  5. Önnur mál